Núna er ég búinn að vera að spá í að fá mér hjól og fór að kynna mér prófmálin. Þá komst ég að því að maður má bara fá sér 250cc hjól þangað til maður verður 21 árs. Mér finnst það soldið fáránlegt. Láta menn vera á 250 hjóli í nokkur ár og svo allt í einu meiga þeir fá sér eins stórt hjól og þeir vilja. Mér finnst að það ætti að flokka þetta aðeins betur, t.d. 17 ára meiga vera á messt 250 hjóli, 18 ára á messt 400cc hjóli, 19 ára á messt 600 hjóli, 20 ára á messt 800cc hjóli og 21 á hvaða stærð sem þeir vilja. Ég held að með þessu móti þá nái menn betra valdi á hjólunum og venjast vélastærðunum smátt og smátt. Hvað finnst ykkur?
_____________________________________________________