Þann 10 maí síðastliðinn var farinn hjólaferð á vegum verslunarinnar Moto. Ferðin var farinn frá litlu-gryfjum í jósepsdal og keyrt var upp brattar, erfiðar og snjóugar brekkur. Yfir heiðar og niður skriður. Síðan var komið niður af fjöllunum og komið við í stóru-gryfjunum þar sem pylsur voru grillaðar og bornar fram með kók og kit-kat. Eftir mat var farið var í ýmsar þrautir þar sem menn kepptu sín á milli. Þar ber að nefna spyrnu í kringum klett á svæðinu og svo auðvita klassískt brekkuklifur en að þessu sinni var erfið brekka fyrir valinu þar sem hún var svo þröng og með töluverðu grjóti í. Það var hreint og klárt gífurlegt skemmtanaefni að horfa á brekkuklifið því að þar voru menn að prjóna yfir sig, velt niður og annað sem gaman er að sjá. (en ekki endilega lenda í)

Þessi ferð var í alla staði vel heppnuð að mínu mati en þó byrjaði hún mjög erfiðlega sem hugsanlega dró úr ýmsum.

Kv. Íva