Í dag laugardaginn 3. maí var fyrsta endurokeppni ársins heldin við Leirtjörn eins og flestir nú vita.
Þetta var hörð og skemmtileg keppni, sérstaklega í A flokkunum þar sem Einar (KTM 525) og Viggó (TM 300) voru mjög lengi í rosa baráttu um fyrsta sætið og skemmtilegt að sjá taktana hjá þeim.

Það sem var svona mest eftirminnilegast í keppninni var þetta: Þegar Valdi “Pastrana” var kominn 100 metra frá markinu varð hann bensínlaus og hann þurfti að láta hjálpa sér að ýta því í mark, Drullupyttinum var lokað eftir 1 hring hjá B flokki en opnaður aftur fyrir A flokk, Gunnlaugur Karlson lenti í 3 sæti í B flokknum, Valdi sýndi hvernig maður ætti að fara yfir drullupyttinn oftar en einu sinni.

Úrslitin voru svona eftir því sem ég best man:

1. umferð A flokkur: 1.sæti: Einar S Sigurðarson (KTM 525) 2.sæti: Ragnar I. Stefánsson (Honda CRF 450) 3.sæti: Haukur Þorsteinsson (YZ 450F)

2. umferð A flokkur: 1.sæti: Ragnar I. Stefánsson (Honda CRF 450) 2.sæti: Einar S Sigurðarson (KTM 525) 3.sæti: Viggó Viggóson (TM 300)

B flokkur: 1.sæti Guðni Friðgeirsson (Kawasaki kx 250) 2.sæti: Hrafkell Sigtryggsson (Suzuki RM 250) 3.sæti: Gunnlaugur Karlsson (KTM 125)

Svona var það :D

Kær kveðja,

Wiss YouR AdmiN