Þar sem að lítið hefur verið að gerast hérna þá datt mér í hug að það gæti bara verið gaman ef að tala um óhöpp sem að maður hefur lent í á hjólum, oft gaman að heyra þannig sögur.
Ég er bara nýbyrjaður í sportinu svo að ég hef ekki mikið en ég skal samt segja mína sögu.

Það er helst einu sinni sem að ég var í Þorlákshöfn, var með pabba og vinum hanns. Við pabbi höfðum fyrr um daginn verið að fara upp brekkurnar úr fjörunni, enda oft ansi brattar, ég var bara að fara í svona 2-3 skipti á hjól og kunni ekki mikið, tókst samt að fara einu sinni. Síðan þegar hópurinn var orðinn stærri ætlaði ég að fara þetta aftur, vinur pabba, Gulli kom til mín og sagði að það þyrfti bara að fara þetta á nó og mikilli ferð og sagði mér bara að gefa í og láta vaða. Hann er nokkuð góður og ég ætlaði að ná þessu enda margir að horfa svo að maður lét bara vaða á fleigi ferð, kom svo upp á allt of mikilli ferð, flaug yfir mig, misti takið á hjólinu, sá það síðan í loftinu fyrir ofan mig og fannst ég vera heillengi í loftinu, en slapp við að fá það ofan á mig. Lenti á bakinu og braut aftur brettið á hjólinu og smá stút sem var á endanum á pústinu, var síðan aumur í bakinu næstu daga. Pabbi var ekki alveg sáttu og sagði mér að maður ætti ekki að hlusta á þessa kalla, þær færu svo auðveldlega með þetta og svona, en hann náði þessu á myndavél og þegar við komum heim fór hann að skoða þetta í tölvunni, aftur og aftur hægt og var í hláturskasti yfir þessu, skellihlæjandi að mér, hehe.

Síðan lenti ég einu sinni í því að pabbi var að prófa hjólið mitt áður en við færum heim og ég fór á hanns á meðan, ktm520. Ég var eitthvað að leika mér á leiðinni að bílnum og var alveg að koma, átti svona 20-30 metra eftir og sá hól og ætlaði að stökva, gaf í og var að fara upp hann þegar ég sá að það var frosinn pollur hinum megin þar sem ég myndi lenda, svoldið stór og gæti verið djúpur, ég reyndi að gefa í og ætlaði að vonast til að ná að fara bara upp úr honum, en þegar ég lenti brotnaði ísinn, hjólið snarstoppaði og fór yfir stýrið, með hendurnar á bóla kaf en tókst eitthver vegin að lenda á bakkanum, hjólið hallaði líka upp að honum, síðan stóð ég upp og pabbi kom til mín, hehe var aðeins stressaður um að hann yrði ekki alveg sáttur þar sem að ég var á hanns hjóli og hann hafði sagt mér að passa mig því að það er helvíti kraftmikið, en hann var bara skellihlæjandi og hjálpaði mér við að ná hjólinu sínu upp úr.

Jæja þetta voru svona mín helstu óhöpp, kannski ekki merkileg enda bara búinn að vera ár í sportinu og hef lítið komist að hjóla. Vona að þið komið með ykkar sögur.