Þá er ég enn einu sinni kominn fyrir framan lyklaborðið og byrjaður að skrifa grein hér á hugi.is/motorhjol.

Núna ætla ég að skrifa um gaurana í keppnisliðunum t.d. Honda o.fl.
Eftir því sem ég best veit þá fá þeir sem keppa fyrir liðin ríflegan afslátt af hjólum…. Hvað finnst þér um þetta, væri betra ef þeir fengu frítt hjól. Það væri ágætis hugmynd að þeir myndu bara fá hjól í 1 ár og síðan þurfa að skila umboðinu því aftur þegar þeir væri að fá nýtt. Þetta myndi gera það gagn að keppnismennirnir gætu ekki selt hjólin og grætt pening, þegar þeir borga ekkert fyrir þau. Hvað finnst þér um þessa hugmynd. Núna veit ég ekki hvað þeir fá miklann afslátt í dag en ef einhver hér veit hvað þeir fá mikið endilega segðu mér það þá. En ef þetta myndi verða eins og ég var að tala um þá ef þeir væri að kaupa hjól fyrir fjölskylduna þá myndu þeir fá svona góðan afslátt af hjólum. En eða að gefa afslátt eftir sætum í keppnum t.d. 1. sæti: Frítt hjól 2.sæti: nýtt hjól á 100.000 eitthvað svona dæmi. Ég veit ekkert hvort það myndi virka eða hvað öðrum finnst um þetta en mér finnst þetta bara ágætis hugmynd :D.

Kær kveðja,

wiss YouR - AdmiN (<a href="http://www.icemoto.tk"> www.icemoto.tk </a>)