Cannondale Mikið var talað um hjólin frá Cannondale þegar átti að fara flytja þau til landsins og voru eitthverjir sem ætluðu að keppa á hjólunum í næstu keppnum. Ég hafði það aldrey á mig að fara á heima síðu Cannondales og þegar það ramm upp fyrir mér að ég hafði aldrei séð hjólin frá þeim þá fór ég að skoða heimasíðuna þeirra. Þegar ég sá hjólin hugsaði ég með mér VÁ því þetta eru ekki þau ljótustu hjól sem ég hef séð heldur reyndar bara með þeim flottustu. Ég var lengi að virða hjólin fyrir mér en mér fannst alltaf eitthvað vanta. Eftir svoldin tíma sá ég það, það vandaði pústurrörið. Þetta með pústið finnst mér snilld en það sem þeir gera er það að þeir snúa cylenderinum öfugt við öll önnur hjó og láta pústið koma beint út. Svo er það líka grindin sem minnir mann svolítið á Hondu grindina sem er ekkert smávegins flott. En mig langaði bara að deila þessu með ykkur ef að þið höfðu tekið eftir þessu en urlið á heimasíðu cannondales er bara www.cannondale.com

Kv Edmosa