Ég lenti í því að ég fór útí sveit til frændamíns (Kristjáns) sem er 15ára og ekur um á Honda Cr125. Við fórum útí eitthverjar gryfjur sem voru þarna og svo varð hjólið mitt bensínlaust, en ég var með hálfanlíter eftir í töskunni mynni sem ég setti á hjólið og dreyf mig útí búð að kaupa meira. Ég lagði hjólinu fyrir neðan búðina og náði bara í bensínið úr brúsa og Kristján beið bara hjá hjólinu. Ég setti bensín á brúsan og tvígengis olíu og svo labbaði ég að hjólinu en nei þá var löggan þar að tala við Kristján. Ég fór bara bakvið búðina þar sem löggan sá mig ekki og setti bensínið á það smellti í gang og keyrði í burtu vonandi að löggan myndi elta mig og láta Kristján í friði. Það heppnaðist og Kristján slapp en vandamálið var að ég rataði ekkert og endaði inní blindgötu þar sem lögga náði mér sektaði mig uppá 130þúskrónur fyrir að hafa reynt að stinga hana af og svo tóku þeir líka af mér bílprófið.

Ég spyr meiga þeir taka af mér bílprófið.