Honda CRF 450 2003 Núna ætla ég aðeins að skrifa um nýju Honduna CRF 450 2003 árg.

Stimpillinn er sterkari, léttari (um 120 grömm) og snýst hraðar en venjulegir stimplar (síðari). Hann gefur þjöppu uppá 11,5 á móti 1, en þéttir vel og gefur gott afl á háum snúning. Hönnun stimpilsins er fengin að láni frá Formula 1 liði Honda.

Lítið og nett heddið lokar svo vélinni sem skilar 120 hestöflum á hvern lítra en er innan við 30 kíló. Ein af ástæðunum er góð öndun sem fæst með því að hafa ventlana sem næst lóðréttri stöðu
Unicam hönnunin frá Honda er einstök. Ekki nóg með að hún er um 400 grömmum léttari en sambærilegt DOHC kerfi heldur einnig áreiðanlegri. Í 2003 árgerðinni hefur krafturinn og togið verið fært 500 snúningum neðar fyrir enn betri stjórn. Knastásinn ýtir beint á tvo 36mm títan inntaksventla á meðan tveimur 31mm stál ventlum er stjórnað af örmum með lámarks núning
Bremsudiskurinn að aftan er 240 mm
Jafnstór og á framan.
Þriðja kynslóð ál-stella frá Honda er langt á undan samkeppnisaðilunum.
Vélin er í heild sinni frábær hönnun


Frágangur er hinn vandaðasti.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Módel: 2003 CRF450 R
Verð:Tilkynnt fljótlega
Vél: 449rúmsentimetra vatnskæld. Eins strokka fjórgengisvél
Breidd og slag: 96,0mm x 62,1 mm
Þjappa: 11,5:1
Inntaka: Einn yfirliggjandi knastás; fjórir ventlar
Blöndungur: 40mm Keihin með flötu spjaldi
Kveikja: Steypt þrívíð kveikja með rafmagns stjórnum
Gírkassi: Náin hlutföll, fimm gírar
Gírun: #520 o-hringja keðja, 13T/50T
Framfjöðrun: 47 mm Showa demparar á hvolfi með 16 stillingum á bakslagi og 16 stillingum á þjöppun; 30,5 cm í slag (12,1“)
Afturfjöðrun: Pro-Link Showa dempari með stillanlegu gormastæði, 17 stillingum á bakslagi og þjöppun skipt uppí hæga (13 stillingar) og hraða (3,5 hringir). 31,8 cm í slag (12,4”)
Frambremsa: Einn 240 mm diskur með tveimur dælum
Afturbremsa: Einn 240 mm diskur
Framdekk: 80/100-21
Aftudekk: 110/90-19
Hjólhaf: 148,8 cm
Halli á framgaffli: 28,61°
Trail: 119 mm
Sætishæð: 94,5 cm
Hæð frá jörðu: 33,1 cm
Þurrvigt: 101 kg
Tankur: 7,5 lítrar
Litur: Rautt

Þetta er geggjað hjól sem er ábyggilega skemmtilegt að vera á. Hondan er að koma sterk inn með nýju hjólin.
Eina sem mér finnst að umboðið er ekki nógu gott.