Pirates of the Burning Sea Þetta er leikur sem ég nældi mér í um daginn. Helvíti skemmtilegur og raunverulegur leikur, þar sem þú ert skipstjóri á skipi í kringum árið 1720. Það má líkja leiknum við EVE Online að vissu leyti, en þó má ekki fara of langt í það.

Leikmenn stjórna öllum markaðnum í leiknum, það er hægt að opna verksmiðjur þar sem þú getur búið til ótal hluti og svo loks selt þá eða notað þegar að því kemur.

Í leiknum eru 4 ‘classar’ sem þú getur valið um, Naval Officer, Privateer, Freetrader og Pirate.

Naval Officers einblína meira á það að leiða stórar orrustur og notast við risastór skip og geta gengið frá óvinum sínum skuggalega hratt.

Privateers eru svokallaðir ‘hit & run’ snillingar. Þeir geta t.d. nálgast óvininn skuggalega hratt og verið hoppað um borð á augabragði, stútað öllu um borð og látið sig svo hverfa.

Freetraders eru viðskiptamenn. Þeir eru besti bardagaclassinn, en þó geta þeir bjargað sér. Þeir fá ýmis fríðindi sem aðrir spilarar fá ekki, svosem lægri skatta. Þeir eru þó ekki alveg ómögulegir í bardögum, því þeir eru með mörg buffs sem geta hjálpað flotanum þínum gífurlega.

Sjóræningjar eru nokkuð svipaðir privateers, með smá blöndu af freetraders. Þeir eru snillingar í að ganga frá skipum á augabragði og geta svo tekið skipið og notað það eða selt. Einnig geta þeir tekið óvinaskipin í sundur eftir að óvinurinn er dauður. Þetta er mikill kostur og gerir sjóræningja frekar auðveldan class.

Allir þessir ‘classar’ eru einstakir og ætti hver sem er að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þú getur valið 3 lönd, Bretland, Spán og Frakkland. Löndin geta valið um að vera Naval Officers, Privateers eða Freetrader. Svo er það fjórða ‘factionið’, sjóræningjar! Auðvitað geta þeir bara valið sér það að vera sjóræningjar.

Þeir sem spila leikinn, fá þann valmöguleika að búa til sína eigin fána eða segl. Þetta er þá gert með Photoshop eða sambærilegum forritum, eftir settum reglum frá útgefanda. Þegar viðkomandi spilari hefur lokið við hönnun sína, er hún send inn í kerfið hjá þeim og beðið þar til hún er samþykkt. Þegar hún er samþykkt fer hún samstundis í leikinn og er hönnunin tilbúin í notkun.

Á þessari mynd bjó ég til Íslenska fánann og setti seglin. Ég er mjög sáttur með þetta. :)

Ef menn hafa áhuga á því að kynna sér leikinn, þá bendi ég þeim á heimasíðuþeirra.