Einhverjir sem eru búnir að kynna sér þennan leik ? þetta er reyndar hugsað sem blanda á milli mmorpg og fps. 

Leikurinn er ennþá í alpha stigi og ekki komið mikið meira en nokkur screenshot og svo núna í dag kom 4 mínútna gameplay  úr leiknum og þá helst einblínt á 2 classa. 

Fyrir mig það sem gerir þennan leik spennandi er að það eru einhverjir 5 classar, þarft ekkert að levela og velur þinn class bara eftir hentugleika.  Ert með crosshair og þarf þar að leiðandi að hitta á andstæðinginn sem gerir þetta erfiðara og vonandi miklu skemmtilegra, ásamt því að leikurinn lítur rosalega vel út þótt hann er á þessu alpha stigi. 

Í dag fór einnig eitt project í gang hjá þeim þar sem hægt er að pre-pre ordea leikinn, hægt að pledge-a um einhverja upphæð. Hægt t.d. að kaupa leikinn núna á $15 sem er nú ekki mikið, sjálfur setti ég $30 til að fá leikinn ásamt  aðgangi líka að öllum beta hjá þeim.

Fyrir þá sem hafa áhug að kynna sér þennan leik þá er heimasíðan [url]http://www.playforgewar.com/[/url]

Linkur á gameplay videoið er hér : [url]http://www.youtube.com/watch?v=FlZUDte1AB0&feature=player_embedded[/url]

Einhverjir aðrir en ég sem hugsa sér að spila þetta ? 
//Skari