Ég er að leita að leik sem ég spilaði fyrir nokkrum árum ég get ómögulega munað hvað hann heitir, og man bara eitt og eitt brot úr honum. En ef einhver hefur spilað hann fattar hann hvaða leik ég er að tala um, ætla að skrifa niður það sem ég man.

- Getur skotið örvum með kaðli í og síðan klifrað upp hann.
- Á einum stað í leiknum drepuru dreka með því að loka hliði á hálsinn á honum (gerði það óvart í fyrsta skiptið)
- Full af gildrum sem þú getur leitt óvinin í, tré sem renna niður brekku, gaddasleggjur og fleira.
- Minnir að það séu 3 svona talent tré sem þú getur valið úr.


Man ekki meira akkúrat núna sem ég gæti lýst en ef einhver fattar hvaða leikur þetta er væri nafn vel þeigið!