Kæru Hugarar og DAoC fólk.

Ég er einn af þeim óhamingjusömu sem eiga evrópsku útgáfuna.
Það er hins vegar ekki málið. Ég á í vandræðum með að update-a leikinn. Leikurinn patch-ast alveg skelfilega hægt (ég er með ADSL frá HALLÓ) og á það til að stöðvast í miðjum klíðum. Þetta veldur mér miklum harmleik sem skiljanlegt er. Ég gat áður fyrr spilað leikinn, en núna virðist sem ég komist ekki í hann. Reyndar fékk ég BNA útgáfuna frá vini mínum og var að vona að ég gæri notað minn CD-Key en svo var nú ekki. Getur það nokkuð valdið þessum vandræðum? Internet Settings er alveg eins og það á að vera, enda er ég lítið fyrir að fikta í því svo engu hefur verið breytt.

Takk fyrir,

Siggibet