Jæja, föstudagskvöld og ég er einn og yfirgefinn eins og er, og mér drep leiðist, þannig ég ákvað að endurvekja þennan kork með smá synopsis um leikinn. Eða hvað við vitum ‘so far’… :)


Fyrstu opinberu fréttirnar; að leikurinn væri í vinnslu var í kringum 2008, og er þá fyrst sem vefsíðan er opnuð fyrir almening.

Leikurinn; er framleiddur af Bioware og Lucas Arts. Hann mun gerast 300 árum eftir Knights of the Old Republic(sem átti að gerast um.þ.b 4000 árum fyrir BBY).

Bioware hefur verið að gefa út upplýsingar reglulega; miðað hefur verið við hvern föstudag, hinsvegar passa þeir upp á upplýsingarnar sem þeir gefa út þ.e.a.s við fáum aðeins að vita eithvað ef það verður pottþétt í leiknum, en í staðinn fáum við "Webcomics“ eða ”Fan Fridays" sem eru meira eða minna útdráttur úr þráðum hjá þeim, fan art og einstaka sinnum nokkura sekúndu video úr leiknum.

Trailer: Þeir hafa gert einn(tvo ef talið er með óopinberlegann trailer sem var aldrei gefinn út, heldur lak hann á netið) CGI trailer fyrir leikinn "The Deceived“. Hinsvegar er annars hugsanlega á leiðinni, og er gefið í skin að hann muni snúast í kringum ”The Republic". Og þá mun hann vera sýndur á Electronic Entertainment Expo (E3). Og þeir munu gefa út pretrailer fyrir E3 einnig, og regluleg updates fyrir E3.

Tvö factions eru í leiknum: The Republic & The Empire. Þú getur ekki skipt yfir þegar þú ert búinn að velja, og hver hlið hefur sinn eiginn class, þó þeir endurspegla hvort annað, þ.e.a.s Sith Warrior mun endurspegla Jedi Knight, trooper endurspeglir Bounty Hunter í spilun og.sv.frv.

Það verður stealth mechanic; og aðeins eru Smugglers og Imperial Agents sem hafa þann eiginleika með skill sem heitir Stealth Belt. Hinsvegar eru þeir einnig með Cover sem má lýsa eins og er notast við í Mass Effect eða Gears of War fyrir þá sem hafa ekki spilað Mass Effect, nálgast má upplýsingar hér ef þið hafið spilað hvorugt.

Companions: Nýung sem Bioware kemur með í heim MMO's, og verður sú reynsla voða svipuð og fyrrum leikir Biowares, þeir munu taka þátt í samræðum, og þú átt að geta haft áhrif á þau, slæm eða góð. Hér er dæmi um einn sem mun fylgja Sith Warrior'num. Hver class fær sýna eigin companions, og á að vera hægt að gefa þeim armor, og vopn. Ekki er vitað hvernig þau eru í spilun, hvort þau hafa AI eða eru svipuð og pet í WoW.

Plánetur: má nálgast hér, og eru þær talsvert margar. Sagt hefur verið að leikurinn er free roaming og gífurlega stór. Hægt er að hoppa í leiknum, og það verður hugsanlega ekki neinir ósýnilegir veggir (Ekki vitna í mig við það, því ég er ekki 100% klár á því þegar ég skrifa þessa grein :))

Þú sem spilandi munt fá þitt eigið geimskip, og þjónar það þeim tilgangi svipað og í Kotor, þ.e.a.s sem höfuðstöðvar sem þú geymir “companions” og slíkt. Ekki er vitað um Space Combat(þá er átt við eins og í SWG Jump to Light Speed), en telst það ólíklegt þegar leikurinn verður gefinn út, hinsvegar getur það hugsast í expansions. Annars notaru þetta skip til að komast á milli staða, og í einni grein fær maður recall disk sem er svipaður og Hearth Stone í WoW, og á þá skipið mans að sækja mann. Ekkert af þessu er 100% staðfest, og eru þeir enn að vinna í þessu.

Bioware mun fókusa á sögu; og hafa þeir marg oft rætt um hvað leikurinn þeirra og gameplay mun snúast í kringum það.
Kemur ekki á óvart þar sem Bioware eru mjög fínir í að skrifa sögur fyrir leikina sína, og þar má nefna sem dæmi Mass Effect og Kotor, en dæmir það hver fyrir sig.

Ef þið hafið ekki séð neitt úr leiknum, og hvernig hann mun spilast mæli ég með að þið horfið á Demo Walkthrough sem þeir gerðu, það er í 20 mín og sýnir meðal annars instance með sith warrior og bounty hunter, og svo Bounty hunter sér útaf fyrir sig, og Sith Warrior og svo Smuggler í spilun og nokkur Dialog.

Nálgast má þann trailer hér.