Fólk hefur verið að tala um nýlega að það eigi að fara að koma nýr PvP server í Camelot … ég reyndar veit ekki mikið um hann en ég er nokkuð viss um að ég ætla að gefa honum tækifæri ef hann kemur. Ætlaði svona að vitja hvernig ykkur líst á hugmyndina um PvP server og hvaða realm þið mynduð spila ef þið færuð. Mér finnst bæði gaman að spila með og á móti íslendingum en samt sem áður mun erfiðara að spila á móti þeim… sérstaklega á Pellinor þar sem íslenskir Midgard spilarar eru 5falt fleiri en þeir sem í Hibernia og Albion eru. Flestir íslendingar eru búnir að sameinast undir flaggi Fenris og það er ekkert nema gott að segja um það. Það er spurning hvort fólk vilji sameinast á nýjum server… ég myndi vilja það allaveganna .. því fleiri Íslendingar því betra. Ég hef ekki enn hitt Íslending sem hefur átt í vandræðum með að skilja einföldustu hluti í sambandi við Camelot og ofan á það er ekki mikill möguleiki á að lenda í tungumálaörðugleikum. Realminn sem ég hef hugsað mér að spila á á nýjum server væri Hibernia aðallega af því að mér finnst kvenmennirnir þar vera mjög fallegir… búinn að fá nóg af kobold skvísum og troll kellingum þó að norse konur séu nú þokkalegar. Eina ástæðan fyrir því að ég er að steypa hérna er af því að útlandasambandið er ekki nothæft fyrir Camelot hvað þá eitthvað annað eins og stendur og ég hef ekki getað spilað í alla nótt… ég er að verða brjálaður … ég vil í það minnsta fá að vita af hverju ég næ ekki sambandi … þoli ekki að bíða og bíða og reyna … stundum lagast þetta á 1-2 klukkutímum en núna er þetta búið að vera niðri í alla nótt ! ! Ég vil fá meira xp ! ég vil verða lvl 40 !!!

Virgill - lvl 38 Shaman
Midgard - Pellino
Þegar ég byrja þá get ég ekki hætt.