Þegar ég fer inn í Keepið í Tortage (tekur heila eilífð að loadast) þá er allt rosalega bugged; veggirnir sjást ekki, ekki gólfið, og næstum allt er svart. Ég kemst ekki upp stiga og veit varla hvert ég á að fara. Ég hef reynt að kveikja og slökkva á leiknum, tölvunni, fara út og inn aftur og láta þetta loadast upp á nýtt en ekkert virkar.

Ég er að hugsa um að uinstalla leiknum og installa honum aftur, en geymist samt ekki persónan mín sem ég hef verið að spila? Vill bara ekki glata honum og þurfa gera þetta upp á nýtt. Ég er nokkuð viss um að það gerist ekki, en ég vildi samt fá það confirmed hérna hjá ykkur.

En ef einhver veit hvað ég get gert til að laga þetta án þess að reinstalla leiknum þá væri það frábært.

Takk fyrir.
Amroth Palantír Elensar