Ég held að það sé nokkuð ljóst að þessi leikur gengur ekki fyrir Íslenska spilara, þrátt fyrir að vera mjög góður. Ástæðan er hið ótrúlega milkla niðurhal og ekki síður upphal - Ég sat í 5 tíma í gær og spilaði og komst að því að ég hafði ekki einungis eitt mínu 100 mb erlenda niðurhali - Ég var búinn að hala um 500 MB á þessum tíma. Samtals fóru um 750 mb af erlendu niðurhali hjá mér á einum degi. Og ég sem ætlaði að spara niðurhalið þennan mánuðinn :(

Það er synd að þurfa að lifa við þá vitleysu að borga fyrir erlent niðurhal. En ég vara alla við því að festast í SWG á næstunni. Það á svo sannarlega eftir að kosta sitt.