Jæja, eftir 4 tíma af viðbjóðslegu message sem sagði “login servers are congested” þá náði ég loksins að skrá mig inn og búa til account. Ég ákvað á að byrja að búa til Wood Elf Ranger þar sem fólk ráðlagði mér að halda mig frá Dark Elf Necromancer í bili. Ég byrjaði í Kelethin um miðja nótt. Ég sá ekki baun í bala þannig að ég átti til með að detta fram af borginni.(Borgin er svona trjáborg, öll húsin eru fyrir ofan ground level. Eftir að hafa drepið hin og þessi dýr ákvað ég að finna aðra borg. Ég byrjaði að rölta með einhverjum stíg og áður en ég vissi var ég einhvers staðar. Vissi hvorki upp né niður hvar ég væri. Sé svo Gnome spretta fram úr mér og ég elti hann. Hann svarar mér ekki en heldur áfram að hlaupa á einhvern hóll. Hann stoppar smá stund en svarar mér ekki enn.(sem er svoldið skrýtið þar sem karakterinn minn er geðveik gella ;) Hann hleypur svo aftur af stað og ég held áfram að elta hann. Við komum að tré og sé ég upp í trénu risa stóra könguló og fæ ég þau skilaboð “What do you want written on your tombstone.” Köngulóin stekkur úr trénu en fer í burtu. Eins gott að vera ekki að abbast upp á hana. Ég held áfram án Gnomsins og sé smá encampment mér til mikillar gleði. Ég tek á sprett en áður en ég veit af þá ligg ég dauður á jörðinni. Voru þetta víst Dark Elf Necromancers sem voru eitthvað illa við saklausan Wood elf eins og mig.

2nd try.
Ég ákveð að búa til High Elf Female Paladin sem byrjar í Felwithe. Allt byrjar vel og ég fæ smá Quest. Ég á að fara til Kelethin og hitta einhvern fávita sem fólk þekkir einungis sem “A Drunkard.” Ég spyr til vega og hitti High Elf Paladin sem kallar sig Senadara. Hún spyr mig hvort að eg sé nýr í þessum leik og ég svara “yes” sem er auðvitað satt þar sem ég var algjör “newbie”. Hún ákveður að taka mig í smá verslunarleiðangur og kaupir handa mér armor, skjöld, hringi backpacks og gefur mér 7 platinum pieces. Svo sýnir hún mér leiðina til Kelethin. Ég þakka fyrir mig og hún skýst í burtu. En þar sem ég hafði acceptað hennar invitation í groupu þá gat ég enn talað við hana. Hún lýsti fyrir mér þessum Drunkard og ég eyddi eflaust 15-20 að leita að honum. Senadara þurfti svo víst að sækja eiginmann sinn. Þannig að ég kvaddi hana í bili.

Final Verdict:
Brilliant leikur. Meira líf í honum en Ultima Online nokkurn tíman. Plús, girls are playing it. Sem er jákvætt í alla staði.

Nú er byrjendakallinn minn með armor class 134 og með tvo hringi sem gefa +2 í strength. Fólk var miklu meira friendly í EQ miðað við UO þar sem PK(player killers) þrífast best.<br><br>—————————
“All Your Base Are Belong To Us”
www.svanur.net
[------------------------------------]