Eftirfarandi grein er ekki um EverQuest, heldur EVE-Online, annan leik í svipuðu formi.

Fyrir þá sem ekki vita þá er EVE Online (www.eve-online.com) leikur sem er í framleiðslu hér á Íslandi af fyrirtækinu CCP (www.ccpgames.com). Leikurinn telst til sama flokks og Everquest (MMORPG - Massively Multiplayer Online Roleplaying Game), og hefur að mínu mati allt sem til þarf til að festa sig vel í sessi þegar hann kemur út, enda feikna góð hugmynd, sem vel virðist unnið úr. Eiga þeir CCP-menn hrós skilið.

Það sem ég er að velta fyrir mér er hvaða áhrif það gæti haft á mögulega framtíðarleikmenn EVE að vita að í meðal þeirra sem að honum vinna eru einhverjir mestu PKar (Player Killerar) Ultima Online spilsins. Nú eru sumir MMORPG spilarar (þar á meðal undirritaður) mjög svo á móti PKing og hafa engan áhuga á að spila með fólki sem ekki áttar sig á raunverulegum möguleikum MMORPG umhverfisins, og þess í stað heldur að þeir séu ekkert annað en framhald af Quake/Doom klónunum sem þeir ólust upp við.

Getur verið að þetta gæti orðið til þess að stórir hópar myndu taka sig saman um að sniðganga EVE Online?

Bara vangaveltur,

Vargur
EverQuest Admin
(\_/)