shadowbane.ubisoft.com

Nokkur screenshot af honum á

http://shadowbane.en-tranz.com/index.php?section=s creenshots

-

Vil taka það fram að ég er gamall EQ spilari.

Að minnsta kosti eftir að hafa spilað EQ ,orðið þreyttur á honum og selt accountinn minn þá hef ég gert upp hug minn að ef ég leggji aftur í svona leik sem tekur þvílíkan tíma frá manni þá mun það verða þessi.

Því miður þá er conceptið af SWG og Eve Online eitthvað sem höfðar rosalega lítið til mín miðað við EQ , UO og DAOC.

Fyrir utan að sjálfsögðu þá augljósu ástæðu með Shadowbane að grafíkin er mun betri heldur en t.d. EQ þá er conceptið af honum mun betra að mínu mati. Maður er ekki endalaust að berjast við einhver skrímsli og eina sem breytist er í raun hvaða skrímsli maður er að berjast við, mér hefur mikið þótt vanta í fjölbreytni í svona leikjum t.d. diablo / diablo II , EQ , DAOC - þetta eru að sjálfsögðu MJÖG góðir leikir og greinilegt að vinnan sem hefur verið lögð í þá gríðarleg, en oft má gott gera betra.

Shadowbane byggist rosalega mikið uppá spilurunum sjálfum, heimurinn er síbreytilegur og maður getur ekki alltaf gert ráð fyrir að hlutirnir séu eins í dag og í gær.
Einning finnst mér eins og er hafa tekist mjög vel til með að búa til kynþætti í honum , eru þeir allir nokkuð margþættir með sögu bakvið sig og enginn einn gefinn upp fyrir að vera bara vondur yfir höfuð né góður.

Mér finnst örlítið vanta uppá það að láta ákveðna classa höfða aðeins meira til fólks svo þeir endi ekki með að allir velji það sama, einnig er nokkuð flott hvernig þeir sub-classa og þegar upp er staðið eru líkurnar á því að það séu til 2 eins sáralitlar(eitthvað annað en í t.d. EQ , líta allir eins út).

Einnig byrjar maður tilheyrandi ákveðinni borg - þannig maður er hálfpartinn í guildi um leið og maður byrjar en ekki bara einn á báti þangað til maður er orðinn nægilega sterktur til að komast í guild þegar maður þarf ekki á því að halda lengur, samt er það ákjósanlegt að reyna hafa einhvern sterk sambönd hernaðarlega séð.

Það er sniðugt að í þessu snýst heimurinn um fólkið en ekki fólkið um heiminn , ef maður á nógu mikið af peningum getur maður startað borg , ef maður er nógu kænn getur maður tekið yfir ALLAN heiminn - maður er ekki takmarkaður við að hlutirnir eru bara svona , gerðu eitthvað annað sem þig langar til að gera.

Mjög gott er að í þessu fer hæfileiki manns í bardaga EKKI eftir vopni eða brynju heldur yfir reynslunni manns fyrst og fremst , hitt hefur möguleikann á því að bæta frammistöðu manns en það er ekki nauðsynlegt. Eitthvað sem er mjög frábrugðið frá til dæmis Everquest þar sem ef maður dó og var melee char þá gat maður liggur við ekkert gert fyrr en maður var búinn að komast til að taka upp af líkinu sínu, einning ef maður deyr þá birtast bara 3 item á manni í heimabænum manns. Þar af leiðandi ef einhver drepur mann getur hann tekið alla hlutina manns. Sumir hata PVP en það er óneitanlegt að PVP á sinn stað á efa í svona leikjum og gerir þá mun fjölbreyttari.

Auk þess að geta byggt borgir , brennt bæi, sameinast öðrum , búið til ríkidæmi þá er bardaga kerfið í þessum leik ekki bara ýta á einn takka og bíða. Í Shadowbane er hægt að berjast með boga og gera skaða með honum , auk þess þá þarftu að vera við stjórnborðin til að berjast því það er ekki bara einn slá takki , maður hefur möguleika á mun fleira og hæfileiki manns til að ákvarða hver sé besta árasin á hverju augnabliki getur unnið eða tapað baráttunni við viðkomandi.