SWG: Grein 8: Að byggja borg Áttunda greinin er loksins komin. Hún mun fjalla um hvernig á að byggja borg, nokkurs konar guide. Þegar ég fyrst frétti af þessu þá skildi ég þetta ekki alveg, er bara hægt að byggja borg? En ég lærði nokkuð um það og þetta er ekkert flókið. Vandamálið er kannski að fá fólk til að starfa með sér, því það þarf kannski svona 50 til að byggja borg. Allir verða kannski með sitt eigið hús eða sölustað, þannig að borgin ætti að vera nokkuð stór plús allt sem borgin sjálf byggir með.

Fyrsta sem þarf að huga að um borgin er staðsetningin. Á hvaða plánetu og hvar á plánetunni? Ef við tökum nú fyrir allar pláneturnar. Vegna Imperial Presence þá er ekki hægt að byggja borg á Dathomir og Endor, Lok lítur heldur ekkert vel út vegna þess að þetta er svo harsh land og örugglega ekkert mikið af túristum þar. Svo er það Yavin 4, en það er svona aðallega fyrir Rebels. Þá er eftir Naboo, Tatooine, Rori, Corellia og Talus.

Corellia og Talus eru frekar skyldar plánetur, fínt veðurlag, siðmenning og Imperial virki. Ef ykkur langar að hafa borg sem dregur að sér fólk og græðir pening þá eru þessar plánetur tilvaldar fyrir það. Einnig á Grand Moff Tarkin heima þar, þar af leiðandi er þetta tilvalin staður fyrir Imperial PA´s.

Fyrir glæpalordana og öll hin “scummin” þá er Tatooine góður staður til að byggja borg, sérstaklega ef þeir vilja forðast náveru Impa. Meirihluti plánetunnar er stjórnað af Hutt. Það sem er ekkert sérstaklega gott við að byggja þarna er hið ógnandi náttúrulíf með allskonar verum svo sem Krayt Dragon. En þessi dýr geta líka hjálpað þér því þá þora bara ekki hver sem er að fara þangað.

Þá er það Naboo og Rori, þar sem ekkert eitt faction drottnar yfir hinum, en samt ræður Veldið yfir mestu á Naboo. AT-AT eru margstaðar að labba út um plánetuna í leit að rebbum. Þrátt fyrir það er Naboo og Rori mjög fjölmennt svo það ætti ekki að vera mikil vandræði að byggja upp PA borg og fela sig fyrir Veldinu.

Þá er plánetan komin, en hvar á plánetunni? Hver pláneta hefur einhverja Key Location, s.s. borgir, smáþorp og önnur kennileiti. Sem þýðir að þú getur annaðhvort byggt nálægt eitthverju af þessu eða í burtu frá eitthverju af þessu. Tvennt sem ætti að hafa í huga þegar valin er staður, hvert er factionið og hvernig borg á þetta að vera. Ef þú ert Rebel er ekkert sniðugt að byggja hliðin á Imperial borg. Ef borgin á að vera bisness borg þá er snjallt að vera nálægt bæjum og borgum. Hinsvegar ef þú ætlar að byggja borg sem er að mestu leyti virki þá er betra að vera frá byggð.

Þá þarf pening auðvitað, financial backing. Alltaf er gott að hafa nokkra Merchant eða Weaponsmith til að hjálpa sér við að græða pening, einnig eiga allir borgarar eftir að þurfa að borga smá pening, skatta, til að hjálpa við byggingu borgarinnar. Svo er líka gott að eiga samstarf við önnur PA til að fá pening, eiga góð viðskipti við þau. Þá er náttúrulega ætlast til að það PA sé það sama og borgin sé, ég meina styðji sömu faction. Eftir það þarf að hafa fjöldann á hreinu. Ef það þarf 50 manns til að byggja borg er ekkert frábært að vera akkúrat með 50. Ef einn dettur út þá gætirðu lent í vandræðum. Þess vegna er best að allaveganna hafa 110% til að tryggja borgina. Svo þarf að skipuleggja. það má ekki bara leggja hús hvar sem er, einhver gæti lagt hús akkúrat þar sem stytta af þér á að rísa. Þannig er gott að borgarbúar tali saman áður en leikurinn kemur út, þá á spjallkorki eða bara á irkinu.

Hernaður er mikilvægt fyrir borgina. Halda þarf frið og öryggi fyrir fólkið í borginni. Ef herinn þinn er góður og kann sitt starf gæti borgin fengið á sig gott nafn og laðað fleiri að. Ef hann er bara agalaus og ræðst á allt munu borgarbúar örugglega bara hrekjast í burtu. Til að forðast það er gott aða ráða fólk sem þú treystir. Ekki ráða bara Joe út á götu því hann kann eitthvað í combat. Vertu búinn að kynnast hermanni í minnst viku eða tvær áður en þú ræður hann. Hann gæti nefninlega misnotað aðstöðu sína. Hafðu stjórn á hernum þínum og þá hefuru stjórn á borginni.

Nú er þetta svona nokkuð komið um hvernig er gott að byggja borg, vonandi fræddi þig það eitthvað. En nú að öðru. Í hverri grein hér eftir mun ég eitthvað ræða um okkar PA sem við erum að búa til. Það eru nokkur mál á dagskrá.

I. Það væri mjög gott að fá að vita fjöldann sem nú hefur áhuga. Þannig að sendu mér bara skilaboð með skilaboðaskjóðunni, og segðu að þú hafir áhuga. Fyrirsögnin Íslenska PA og segðu einfaldlega “ég hef áhuga” og bættu einhverju við ef þú þarft.

II. Nafnið er nokkurnvegin að koma. Þessi tvö nöfn hafa hlotið mestu athyglina: IRA (Icelandic Rebel Alliance) og Crymogaea. IRA er svona djók skilst mér og ekki rosa Star Wars legt. Crymogaea nafnið hefur hlotið athygli fjöldans og þýðir víst á latínu skilst mér Ísland. Ég held að fáir þekki orðið rosavel þannig að ég held að nafnið sleppi alveg í gegnum Role Play filterinn. Annars væri Crymogaea ekki minn fyrsti valkostur en ég hef ekkert á móti því heldur. Eins og áður: fjöldinn ræður. Endilega skjótið inn fleiri nöfnum. Í póstinum þá megið þið senda nafn sem þið styðjið, og ef þið styðjið ekki neitt segið þið það þá.

III. Faction ekki enn ákveðið en mér heyrist að fólkið sé að kalla: Rebel, Rebel, Rebel. Ef þið sendið póst til mín þá segið líka hvaða Faction þið styðjið.

IV. Nú ef þið lásuð greinina og vitið svona eitthvað um PA run city, hvað finnst ykkur þá um að það verði byggt borg samhliða PA-inu? Segið ykkar álit og bætið öðrum umræðum inn í.

Seinna meir munum við fá betri leiðir til að ræða um málin og kjósa, en þangað til notum við bara póstin.
<B>Azure The Fat Monkey</B>