Earth and Beyond(WestWood) Mér bauðst nýlega að taka þátt í Beta testinu í EnB og ákvað að taka þátt jafnvel þótt að ég hafi þurft að fara yfir ADSL heimildina mína.

Ég verð nú að segja að CCP mega vera verulega hræddir við samkeppni frá risanum WestWood. Earth and Beyond sýnir að WW menn vita alveg nákvæmlega hvað þeir eru að gera enda eru þeir að byggja á margra ára reynslu af leikjagerð. Svo er líka sæmilegt CGI intro í byrjun leiksins, þó að þeir hefðu mátt sleppa því til að spara mb fjöldann fyrir betuna.

Þegar maður byrjar leikinn þá fær maður að velja Profession.

Enforcer - Terran Warrior - Basic Earth týpa sem er með well rounded skip. Passlegt fyrir byrjendur.

Warrior - Progen Warrior - Þetta segir sig sjálft. Þetta eru heavy hitterar sem geta borið mikið af vopnum og eru með stóra skildi, en eru aftur á móti hægir í förum.

Defender - Jenquai Warrior - Classið sem ég ákvað að byrja með. Þetta er mjög gott Assassin class sem býður upp á mjög gott stealth. Sæmileg vopn og ágætan skjöld. Hraðinn er líka fínn.

Explorer - Jenquai Explorer - Hraðskreiðir explorerar sem byggja lítið á vopnaburði og drápum. Fínir scouts.

Sentinel - Progen Explorer - Explorer útgáfa sem er með talsvert meiri vopnaburð og skildi.

Tradesman - Terran Trader - Class sem byggist á að kaupa og selja.

Hvert Class er með sitt eigið skip sem það byrjar með. Skipin eru öll mjög flott og má geta að þau eru hönnuð af “Legendary Concept Designer” Doug Chiang(Star Wars:Episode I og Episode 2)

Maður fær að velja hæðina á karakternum, þykktina og alls konar litla hluti sem tengist andlitinu. Mjög mikið af valmöguleikum. Einnig fær maður að velja mismunandi útlit á byrjunargeimskipið sem mér finnst andskoti skemmtilegt. Jafnvel þó að það séu ekki mörg geimskip í betunni þá er samt hægt að hafa skipin mismunandi.

Westwood fá stóran plús fyrir að hafa tutorial í beta testinu. Þegar ég prófaði Alpha testið af Eve þá fannst mér sárlega vanta einhvern smá tutorial til að maður gæti kynnst öllu betur.

Stjórnunin er mjög sniðug og einföld. Hægri músartakkin er throttle og nota maður músina til að stýra áttinni. Öll grafíkin er lifandi og vel detailuð. Mér fannst heimurinn vera mjög lifandi og pláneturnar, jörðin, júpiter og fleiri voru mjög flottar þegar maður flaug framhjá.

Það sem mér fannst þó merkilegast og flottast við leikin er að maður fær að rölta um geimstöðvarnar. Maður þarf ekki alltaf að vera bundinn við skipið. Maður fær að nota avatarinn sem maður skapaði til að ganga um og spjalla við aðra ferðalanga. Einnig fannst mér mjög flott að maður getur flogið að plánetum og flogið um atmosphereið. Þetta allt býður upp á mikinn fjölbreytileika og stóran og massívan heim sem hægt er að eyða dágóðum tíma til að skoða.

Eitt í viðbót. Það sem mun hjálpa þessum leik talsvert í baráttunni við Eve er að þessi leikur er ekki nærri eins Hardware intensive eins og Eve. Ég á minni lousy amd k7 900 með geforce 2 MX200 næ að keyra þennan leik mjög vel meðan Eve var frekar hægur.

Eitt er víst. CCP mun lenda í harðri baráttu við WestWood í náinni framtíð og spurningin er að “hver mun vinna”. Það er bara að bíða og sjá.
[------------------------------------]