Undanfarna mánuði hef ég verið að spila og borga fyrir leik sem heitir Legend of Mir (LOM) og er hann að mínu mati einn af betri rpg leikjum sem ég hef spilað. Hægt er að sækja hann á netið (um 230mb) og maður getur spilað frítt upp að lvl 7. Sjálfur er ég með lvl 30 warrior, sæmilega vel búinn af vopnum og öðrum hlutum, en stór galli við þennan leik er einmitt mikill skortur á klæður (armors), vopnum, hálsfestum og hringum. Það fór alveg með það núna þegar tilkynnt var að stórt update sem fyrirhugað var í sumar hefur verið seinkað fram til næstu jóla og því mjög lítið að spila fyrir þessa stundina. Ef þið viljið prufa þennan leik þá farið á (www.legendofmir.net)

En svo ég snúi mér að efninu þá var ég að velta því fyrir mér hvaða mmorpg leik ég ætti að fara spila í staðinn fyrst LOM er staðnaður. Getur einhver bennt mér á einhvern góðan ?