Guild Wars 2 Guild Wars 2 er leikur sem ég var nýlega að uppgötva að væri í hönnun og væri langt kominn í þróun og mætti búast við honum seint á þessu ári.
Ég hef verið að horfa á myndbönd á YouTube og lesið mig aðeins til um þessa snilld sem við MMORPG elskendur höfum verið að bíða eftir. Leikur sem mun toppa WoW!

Þeir segja það hreint út að þeir eru EKKI að reyna toppa hinn sí vinsæla, World of Warcraft, heldur eru þeir bara að koma með sinn eiginleik í þeirri trú að hann muni slá í gegn án þess að vera miða sig við WoW.

En ég ætla aðeins að bera þessa tvo leiki saman, sama hvort ykkur líkar það betur eða verr.

1. World of Warcraft: Þau þarft að kaupa leikinn, aukapakka og mánaðaráskriftir.
Guild Wars 2: Þú kaupir leikinn, aukapakka en ENGIN mánaðaráskrift, sweet?

2. World of Warcraft: Lélegt Class balance og endalaust “LFG” kjaftæði. (Frétti samt að þetta hafi skánað eitthvað).
Guild Wars 2: Allir klassar geta verið bæði support og attack og engin TANK eða HEALER eða DPS. Heldur allir jafnir. Hver og einn ræður sínu hlutverki sjálfur.

3. World of Warcraft: Endalaust Auto-Attack. Þarft að standa kyrr þegar þú kastar tíma-göldrum og bara of tregur og einfaldur.
Guild Wars 2: Getur hlupið um á meðan þú kastar göldrum og þarft ekki að standa kyrr og láta óvinin stúta þér á meðan og þarft að miða á andstæðinginn og getur alltaf skotið framhjá. Getur líka dodge'að sjálf/ur þegar þér hentar.

4. World of Warcraft: Þarft að fljúga um allt, gryffin og hlaupu um á mounti til að ferðast. Getur teleportað á einn stað?
Guild Wars 2: Engin mounts, getur teleportað mjög víða, ca. 1km fresti er “teleport staður”. Einu skilirðin eru þau að þú þarft að hafa farið þangað áður.

5. World of Warcraft: Þarft að leita að questum útum allan heim og frekar mikið af leiðinlegum pointless questum.
Guild Wars 2: Hleypur um og þá poppar upp kannski “Even is nearby” og þá veistu að það er verkefni framundan og þú talar kannski við gaur og svo gengur að eitthverju virki og viti menn, poppar upp quest hjá þér og þú þarft að drepa t.d. 10 þjófa. Og þá er það búið. Ekki endalaust að skila inn verkefnum og kjaftæði. Bara verðlaun á staðnum, skilst mér.

6. World of Warcraft: Engir ALVÖRU flottir “bossar” fyrr en í end-game. Þarft að sætta þig við mjög lítiðfjörleg verkefni þar til í lokin.
Guild Wars 2: Flottir “bossar” frá level 1-85. Jafnvel strax á byrjunarsvæðinu.

7. World of Warcraft:
Alltaf að vera í groupum til að gera erfið verkefni.
Guild Wars 2: Ræður hversu erfiðan þú vilt hafa leikinn og getur labbað inní verkefni og byrjað að hjálpa til OG fengið verðlaun fyrir það án þess að ganga til liðs við eitthvern hóp. Því það eru allir bara goin' solo þarna og njóta þess að takast á við hinar ýmsu áskoranir og hjálpast að og ráða hvað þeir gera, því það er margt í boði í hverju verkefni fyrir sig.

8. World Of Warcraft:
PvP system frekar leiðinlegt og unbalanced, imo. Kannski skánað, veit ekki.
Guild Wars 2: Á víst að vera frekar gott PvP system. Ekki heyrt mikið um það en lofar góðu.

9.World of Warcraft: Of mikið “Cartoon”.
Guild Wars 2: Æðislega vel gerður og frábær hönnun.
Mjög mikið 2011 leikur með einstakri graffík.

10. World of Warcraft: Endalaust mikið af spells/brögðum til að velja úr og alltof troðið og fyllir bara skjáinn.
Guild Wars 2: Fá allir sömu spells. Unlockast með “aldrinum” og eru 5 hvoru megin. Attack spells hægra megin og self healing spells og fleira vinstramegin.

Komnir eru 5 classar eins og er en þeim mun fjölga þegar nær dregur.
Þeir heita Necromancer, Elementalist, Thief, Ranger og Guardian.
Persónulega get ég ekki ákveðið hvaða class mér finnst flottastur enda allir algjör snilld og hafa allir mjög flott brögð. En giska á að ég mun enda sem Ranger.

Endilega skjótið innn skemmtlegum skotum og stofnum umræðu hérna um leikinn. Hvað ykkur finnst? Hvað þið vitið?
Hvað þið ætlið að spila? Allt saman!