SWTOR - Það sem komið er Það er virkilega pirrandi að leita sér að því sem er komið fyrir þennan leik, svo ég ætla að safna saman því helsta fyrir ykkur letingjana.

Kynþættir/species/race


Rattataki. Assaj Ventress, ef einhver man eftir henni úr Clone Wars seríunum. Hvít húð, sköllótt. Margaret Thatcher nokkurn veginn. Tegund hönnuð fyrir mannveiðara.

Chiss. Blá húð, svart hár, rauð augu, kommúnisti næstum því. Tegund sett inn aðallega fyrir imperial agent.

Twi‘lek. Sexí geimverur með tvo stóra arma út úr hausnum. Hafa sést sem Ayla Secura (jedi) og dansarar hjá Jabba nokkrum Hutt. Smyglara tegund.

Sith Pureblood. Einstaklega naum á máttinn, þessi tegund. Rauðir, stórir og ofbeldishneigðir. Upprunalegu sith. Me like. Sith Warrior, er classinn hjá þessum.

Miraluka. Mennskir fyrir utan að þeir eru með mjög hátt midiclorian stig og ekki með nein augu, en þeir sjá með mættinum. Jedi knight, væri þessi gaur. Líst ekki á. Bluergh.

Mirialan. Græn húð, tattú og mjög fimir. Jedi Consular gaurar.

Zabrak. Hmmm… Darth Maul, einhver. Skrýtin húð með tattúum, horn og slíkt. Sith Inquisator.

Svo og auðvitað human.

Þetta eru þeir sem komnir eru, því miður ekki fleiri enn sem komið er. Það vantar fleiri! Váka, ithorian,selkath… alla sem birtust í upprunalegu leikjunum! Og miklu, miklu fleiri! Pirrandi einnig hvernig þeir virðast ætlast til þess að tegundir séu bundnar við class. Ef að ég vill fá að vera zabrak bounty hunter þá á ég að fá að vera zabrak bounty hunter! Kannski að banna nokkrum kynþáttum eitthvað, eins og að vákar geti ekki orðið jedi (epískt svalt, en of óraunverulegt).
Vonandi verður líka hægt að leika vélmenni, það væri rosalegt.

Class/sérhæfing

Galactic Republic

Jedi Consular(Sterkur í mættinum) Bryjar á plánetuni Tythoon
Skiptist seinna ía Shadow eða Wizard
Shadow er njósna Jedi, einfari og mjög vænissjúkur.
Wizard er máttargaur, góður í að lækna og nota máttinn.
Kynþættir
Human
Mirialan

Jedi Knight (Jedi sem er góður í geislasverðum í leiknum) byrjar á plánetunni Tythoon.
Skiptist í Guardian og Sentinel
Guardian, Jedi tank eiginlega. Mestur þeirra styrkur er í bardaga með geislasverðum.
Sentinel, jafnvægið milli Jedi Guardian og Jedi consular, bæði góð í geislasverðum og mætti.
Kynþættir
Human
Miraluka

Smuggler (Smyglari) Byrjar á plánetunni Ord Mantell
Skiptist í Gunslinger og Scoundrel
Gunslinger er einskonar bardaga smyglari
Scoundrel. Han Solo, í rauninni allt sem ég þyrfti að segja. Engar reglur, engar afleiðingar. Eða jú, þú nenntir bara ekki að pæla í þeim.
Kynþættir
Human
Twi‘lek

Trooper (hermaður) byrjar á plánetunni Ord Mantell
Skiptist í Commando og Vanguard
Commando, sérhæfðir hermenn. Þeir berjast þar sem aðrir eiga erfitt með að fóta sig.
Vanguard er tank classið. Hann tekur skaðann og gefur skaðann.
Kynþættir
Human
Mirialan
Zabrak

Sith Empire

Bounty Hunter (mannveiðari) Byrjar á plánetunni Nal Hutta
Skiptist í Powertech og Mercenary
Powertech er líkt og Vanguard, tank dauðans.
Mercenary er meira þessi grunn bounty hunter, berst fyrir peninga til þess að fá meiri peninga.
Kynþættir
Human
Rattataki

Imperial Agent (útsendari veldisins) Byrjar á plánetunni Nal Hutta
Skiptist í operative og sniper
Operative er sá sem kemur aðalgaurunum inn fyrir, hann sér um öflun upplýsinga og að ná trausti innan óvina raða
Sniper, jebb, lýsir sér sjálft, sá sem kemur sér fyrir á grösugri hæð og hleypir af.
Kynþættir
Chiss
Human

Sith Inquisator (Sith yfirheyrslugaur) byrjar á plánetunni Korriban
Skiptist í Sorcerer og Assassin
Sorcerer er sith sem er mjög, mjöööög djúpt í mættinum. Eldingar, kyrkingar, Palpatin týpa.
Assassin er últraleynisith. Þeir læðast um í skuggunum, og koma ávallt aftan að bráðinni. Þeir nota ekki bara geislasverð heldur margs konar handvopn.
Kynþættir
Human
Zabrak

Sith Warrior (Sith stríðsmaður) byrjar á plánetunni Korriban
Skiptist í Juggernaut og Marauder
Vantar þig Sith tank? Tja heppinn þú, því hérna höfum við ágætis Juggernaut með endalaust úthald!
Marauder er einfaldlega bardaga sith, sérhæfður í geislasverðum og skiptir sér lítið af mættinum. Darth Maul var nokkurn veginn þannig, ef þið viljið heyra um einhvern sem gerði þetta svalt.
Kynþættir
Human
Sith Pureblood

Svo virðist sem þeir ætli að vera forræðishyggjuhálfvitar. Líkt og ég skrifaði áður vill ég fá að vera hvaða kynþáttur sem er í hvaða class sem er!
Auk þess hefði þetta mátt vera miklu dýpra, t.d. maður mætti byrja að velja sér stað (stealth, combat, force sensitive) og í þjálfuninni fá valmöguleika um að blanda saman t.d. stealth og combat, eða combat og force, stealth og stealth. Síðan í gegnum leikinn og hærri level taka upp nýja og nýja krafta sem hægt væri að velja um, blanda saman eða sérhæfa. Það myndi gera svo mikið fyrir ROLEplayið.


Plánetur

Alderaan
Balmorra
Belsavis
Corellia
Coruscant
Dromund Kaas
Hoth
Hutta
Korriban
Nar Shaddaa
Ord Mantell
Taris
Tatooine
Tython
Voss

Frábært. Af öllu höfðu þeir áhyggjur af því að það væru ekki nógar plánetur. (Y)

Það verður hægt að vera með félaga í leiknum, þó nokkra meira að segja og ég hef háar vonir fyrir það, endal ofar heimsíðan þeirra því að það verði mjög djúpt tekið á persónum og söguþræði. Vonandi verður það að minnsta kosti í hálfkvist við KOTOR leikina.


Fengið af vefsíðunni Wookiepedia.org

Auðvitað á þessi gagnrýni sér engan stað, þar sem leikurinn er enn í vinnslu.