The Secret World The Secret World er MMO leikur sem er talin eiga eftir að marka nýtt upphaf MMO leikja. Hann á sér stað í veruleikanum, sem er þó talsvert frábrugðin því sem við þekkjum.

Það sem gerir leikinn einstakan er að það eru engir classar eða level. Þú einfaldlega velur úr hundruðum eiginleika og hæfileika og býrð til personu nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana.

Í leiknum eru þrjár megin borgir sem virka sem “hubbar”

Seoul í S-Kóreu

London í Englandi

New York í Bandaríkjunum


Þrjú megin félög í leiknum berjast saman gegn hinu illa en á móti hvort öðru um völd og eiga sér hliðstæður í okkar heimi.

The Templars

Krossfararnir fara ekki beint leynt með sínar aðgerðir. Þeir starfa í allra augsýn og berjast gegn hinu illa með heilagri bræði og hafa gert það í þúsundir ára.

Þeir eiga sér höfuðstöðvar í London

The Illuminati

Hinir upplýstu eru hins vegar talsvert leynilegri. Þeir eru harðkjarna, gera það sem þeir þurfa til að ná takmarki sínu og fara ekki eftir neinum reglum. Það eru engar reglur.

Þeir eiga sér höfuðstöðvar í New York

The Dragons

Þeir starfa undir mikilli leynd, láta lítið á sér bera og mesti styrkur þeirra felst í því að etja óvinum sínum gegn hvor öðrum.

Þeir eiga sér höfðuðstöðvar í Seoul.

Meira má finna um leikinn hér

www.darkdaysarecoming.com


www.darkdemonscrygaia.com

Í þessum þræði er allt sem þið þurfið að vita um leikinn

http://www.darkdemonscrygaia.com/showthread.php?t=7337

Að lokum langar mig að benda á Cabal, eða guild sem ég og félagi minn ákváðum að stofna þó það sé jafnvel meira en hálft ár í að hann komi út. Ef einhverjir íslendingar ætla að spila hann væri gaman að fá ykkur í félagið. Síðuna sem er enn í vinnslu má finna hér:

http://shadow-strings.mmoguildsites.com/

Sjálfur er ég mjög spenntur fyrir leiknum þar sem hann er ólíkur nokkru sem hefur komið út áður, og ég vona að mér hafi tekist að kveikja áhuga ykkar líka.

-Dorno