Darkfall Online - Free trial Jæja, þá eru Aventurine loksins komnir með free trial fyrir Darkfall. Eins og einhverjir tóku eftir var $1 trial fyrir einhverjum mánuðum en núna er hægt að prófa leikinn í 14 daga frítt.

http://forums.darkfallonline.com/showthread.php?t=248123

Hérna eru leiðbeiningar og ég mæli með því að fylgja þeim (t.d. að downloada clientnum áður en maður gerir accountinn).

Darkfall kom út fyrir rúmlega ári og var ansi buggaður. Allt frá fyrsta degi var greinilegt að Darkfall er ekki fyrir alla. Bæði vegna þess hve lítið fyrirtæki er að búa til leikinn (sem þýðir að updates og bug fixes koma ekki eins hratt og hjá stórum fyrirtækjum) og hve brútal leikurinn er.

Sem dæmi er hægt að nefna fullt af dæmum þar sem að stór clön spila leikinn en eru svo hreinlega þurrkuð útaf kortinu af öðrum clönum.

Jákvæðu hliðarnar eru þó margar líka.

Fyrir þá sem eru hungraðir í alvöru PvP er Darkfall staðurinn til þess. Þú getur drepið hvern sem er, hvar sem er og til þess að kóróna verknaðinn geturðu tekið allt sem hann var með á sér eftir að þú drepur hann.

Þar sem að eintómt PvP er ekki nóg fyrir flesta er ágætt (það mætti vera betra) siege kerfi í leiknum. Clön geta tekið yfir borgir, byggt þær o.s.frv.
Á sama hátt er hægt að ráðast á borgir. Rústa veggjunum og því sem hefur verið byggt og taka svo borgina fyrir þig og þitt clan. Þó svo að það hafi minnkað undan farna mánuði þá voru þeir tímar þar sem að clanið mitt átti í alvöru regional conflicts við önnur clön á sama svæði bestu tímar í MMO sögu minni (10 ár núna í haust). Á hverjum einasta degi voru stanslausir bardagar um mob spawns og fleira á svæðinu og þetta var eins og alvöru stríðsástand í 2-3 mánuði.

Fyrir þá sem eru mikið fyrir sjóræningjahugsunarhátt er hægt að byggja heilan her af skipum. Ráðast á borgir, ráðast á önnur skip og taka yfir svokallaða sea towers.

Bardagakerfið í leiknum er ólíkt flestum hefðbundnum MMOs þar sem að það eru engir klassar í leiknum. Til þess að vera samkeppnishæfur þurfa allir að geta notað allt í flestum tilvikum. Þó svo að flestir ákveði að einbeita sér að einhverjum stíl (bogi, sverð eða stafur) þá er nauðsynlegt að geta gripið í hvert af þessum tólum þegar þess er þurfi.

Vegna þessa verða bardagar oft svipaðir skotleikjum þar sem að maður þarf að geta skipt um vopn, skills og spells eins hratt og mögulegt er. Bardagarnir eiga annað sameiginlegt með skotleikjum þar sem að maður þarf að miða öllu sem maður gerir, jafnvel heals. Friendly fire er 100% og því skiptir teamplay rosalegu máli.

Mynd segir meira en þúsund orð og því ætti myndband að segja töluvert meira. Ég læt 2 myndbönd fylgja sem ég tók upp af skipa ferðum sem við höfum farið í.

Í fyrra myndbandinu fórum við að svokölluðum Sea Tower (sem er “objective” fyrir sjávarbardaga. Hverja 60 klst verða 2 sea towers næmir fyrir árásum og eina leiðin til þess að ná þeim er að skjóta á þá með skipum. Það clan sem rústar turninum fær svo “the booty”, pening, sjaldgæfa hluti o.s.frv.). Við höfðum verið að hringsóla um turninn skjótandi niður fleka (minnsta “skipið” í leiknum og oftast bara notað til þess að ferja fólk) og slátra fólkinu sem var hjálprlaust í vatninu. Eftir einhvern tíma af því kom annað skip að turninum og við ákváðum að ráðast á þá. Við vorum á Schooner sem er mjög hraðskreiðasta skipið í leiknum en hefur aðeins byssur að framan og aftan og því drógum við hitt skipið á eftir okkur. Eftir smá eltingarleik lenti hitt skipið í smá óhappi…

http://www.youtube.com/watch?v=nki5OobWNp0

Seinna myndbandið gerist um morgun eftir að við höfðum tekið skip að borg óvinna okkar og rústað nokkrum veggjum og turnum. Nokkrum klukkutímum eftir að við höfðum gert það komu þeir sjálfir á skipi að litlu hamlet (“þorp” sem clön geta átt) sem við eigum og byrjuðu að skjóta á hús og turna. Við söfnuðum saman í lítið crew (~8-10 manns) og fórum á okkar eigin skipi í átt að þeim…

http://www.youtube.com/watch?v=Ii4VHi-KAAI

Lítið af bardögum í þessum myndböndum og því læt ég fylgja með 3 “alvöru” PvP vídjó:

http://www.youtube.com/watch?v=ejkDR1c5ACA

http://www.youtube.com/watch?v=gvZYDHrbgEY&fmt=22

http://www.youtube.com/watch?v=guAUvrxM8d8

Eins og myndböndin vonandi sýna þá er leikurinn mjög fjölbreyttur og maður býr sér til skemmtun sjálfur. Sem dæmi tók eitt stórt clan í leiknum yfir borg og er búinn að gera hana að eiginlegu CTF arena … sem sumt fólk er ekkert alltof hrifið af og því á fólk það til að koma inn í borgina í miðjum leik og slátra öllum, taka dótið þeirra og láta sig hverfa.

Málið er að fólki er frjálst til að spila leikinn eins og það vill og það virkar allt. Ég þekki fólk sem gerir ekkert nema að gathera, crafta og selja hluti. Svo spila ég í clani sem gerir lítið annað en að PvPa.

Eins og er, er leikurinn smá unbalanced en það er í vinnslu og verður lagað innan tíðar.

Þessi leikur er frábær og sem flestir ættu að gefa honum séns. Ef þið gerið það mæli ég með því að finna sér clan sem fyrst og læra þannig á leikinn.

Klára þessa grein með því að linka á eftirfarandi vídjó frá algjörum Darkfall fanatic þar sem hann fer í gegnum þróun Darkfall:

http://www.youtube.com/watch?v=hBqU1m8GD7Y
Fëanor, Spirit of Fire.