Eins og þeir sem hafa verið að fylgjast með Horizons þá er búið að taka síðuna að mestu leiti niður. Ég sjálfur veit ekki hvenær þetta var gert, því að ég hætti að fylgjast með þessum leik í smá tíma en fékk svo aftur áhuga á honum. Mín ágiskun er sú að þeir séu að gera einhverjar breytingar, þar sem forriturum hefur verið skipt út ég veit ekki hve oft (og viðurkenni það að ég veit ekki hvenær það gerðist síðast, frétti með forritarana frá vini mínum). En ég hef ekki gefið upp vonina og held áfram að skoða gömlu, góðu myndinar á www.rpgplanet.com .

rpgplanet hefur nefnilega ekki tekið niður tengilinn og hefur enn screenshot og fleirri skemmtilega hluti um leikinn, sem ég er núna aðalega að skoða til að hafa eitthvað að skoða um hann.

Allavega, þá mæli ég með, fyrir þá sem hafa áhuga á Horizons, að kíkja inn á www.rpgplanet.com og skoða myndir og aðra hluti sem þeir hafa þar að geyma.

Ef þið vitið um eitthverjar aðrar Horizons-síður væruði þá til í að láta mig vita.