“Sólinn fer að koma upp, koddu.. þeir eru að smala saman hóp” segir tröllið félaginn minn og er kominn í allan herfatnað

“Hvað á að gera?” segi ég

“Komnir með nóg af þessum spámanni, ætlum að fynna út hvað er að ske með þennan kall!” segir hann reiðilega

Lít ég í hringum mig og eru búðinar fullar af hermönnum og galdraköllum, ég næ að koma mér á fætur og klæða mig. Ég tel mig ánægðan að vera með skáldi í hóp því að hann hefur vendað mig í gegnum marga bardaga.

“Jæja!” kallar einn stríðsmaðurinn

“Nú skal yfirbuga þennan spámann, við erum komnir með nóg af þessu rugli og nú skal duga eða drepast!”

Allur hópurinn fagnar og við hlaupum af stað meðfram fjallinu sem leiðir að ingangnum að Muspelheim. Ég sé að allir eru tilbúnir og búast við því versta.. margir sem eru í þessum hóp eru löngu vaxnir útúr því að vera í Muspelheim og það styrkir huga minn að vita að ég er að hjálpa öllum Mularn dalnum frá því að vera stórhætturlegur staður.

Fremsti maður stoppar og öskrar á alla hina að þegja því að hann hefur heyrt einhvað undarlegt hljóð.. ekki veit ég með vissu hvað við erum að fara að hitta því að fá dýr eru eftir í Muspelheim eftir að spámaðurinn kom. Stórar drunur byrja að heyrast og allir í hópnum gera sig tilbúinn fyrir einhvað ógnvæginlegt…

Drunurnar koma nær og nær og síðan kemur stór haus uppúr hólnum sem er beint við framan okkur, ég hef séð svona haus áður en aldrei svona stóran.. þetta er eld risi en hann er 10x stærri en áður og virkilega reiður.

“Galdramenn tilbúnir!!” kallar skáldið

Fimm Rúnmeistarar eu með okkur og byrja þeir sín störf við að verja hópinn með göldrum sínum.. síðan taka veðimennirnir upp boga sína og strekja þá… “NÚNA!” kallar skáldið og ég sé fullt af örum á leið á þennan eld risa, nokkrar hitta og hann snýr sér við og kemur á harðarspretti og nötrar öll jörðinn undir okkur vegna fótskrefa hans og þegar hann er nálegt okkur tekur hann sig til og kremur þrjá í okkar hóp með því að stíga auðveldlega oná þá… við leggjum til atlögu og þótt að hann virðist erfiður þá náum við að yfirbuga hann auðveldlega með svona stórum hóp..

Ég næ að fá þessa þrjá sem lentu svo ílla undir risanum til baka og geri að þeirra sárum. Þegar hópurinn situr á heitri jörðinni þá sé ég litla maneskju í ljósum logum uppá hólnum sem risinn kom frá.

“Þið megið ekki vera hérna!!” Öskrar hann og eykst bálið sem hann virðist lifa inní.

“Ég er spámaðurinn og þið munuð þjóna mér!!” kallar hann af enþá meiri reiði og byrjar að mundla einhvað með galdra sína

“Þetta er kobold, en afhverju er hann svona… hvað hefur komið fyrir hann?” segir einn úr hópnum

Hann virðist vera kominn með stóra eld kúlu í höndunum og horfir íllilega á okkur.

Ekki veit ég hvað hefur skeð fyrir hann en eitt veit ég… að hann vill okkur íllt….