Ég er búinn að vera fylgjast með nokkrum leikjum (ekki jafnmikið og áður) og var að spá í því hver ykkar ætlar að spila hverja leiki.

Eins og er þá er ég búinn að missa mikinn áhuga á Shadowbane en ég er kominn aftur með áhuga á Horizons, sem á að koma (ef ekkert breytist) árið 2004. Ég verð að viðurkenna að það er löng bið en þá verður maður bara því spenntari þegar hann kemur. Ég vona bara að þeir breyti ekki of miklu því að það er búið að skipta 3 eða 4 sinnum um forritara.

Annar leikur sem ég er að bíða eftir er Starwars Galaxies. Hann á að koma út að ég held í ár (2002) og það í haust. Ég hef ekkert heyrt að það hafi verið skipt um forritara og ég vona að svo gerist ekki, því þá mun leiknum líklegast seinka.

Síðan er það auðvitað EVE, hinn íslenski MMORPG-leikur. Ég veit því miður ekki það mikið um þennan en ég vona að þið getið varpað smá ljósi á það hvernig hann er og kannski skrifað það í svar.

Shadowbane á að vera í þriðju persónu en þú getur farið hringinn í kring um charecterinn þinn. Þú getur að vísu tekið skemmtileg screenshot af sjálfum þér og verið að horfa á veifa og allt þannig.

Jæja … ég var að spá í því hvaða leiki þið eruð að spá í að spila þegar þessi leikir koma út. Mig langar verulega að vita hve margir Íslendingar munu spila sömu leiki og ég.