Halló, halló… ég man nú ekki eftir því að hafa séð grein um þennan leik hér á áhugamálinu…

En allavega, þá er leikur að koma sem heitir Champions Online og er byggður á gamla Champions pen & paper kerfinu sem í dag heitir víst Hero system… það eru aðrir en ég sem kunna betri skil á því en ég…

þessi leikur lofar góðu, ég er City of Heroes/Villains spilari í 61 mánuð (klikkun ég veit) og það sem ég hef lesið um CO bendir til þess að ég sé að fara að leggja CoX á hilluna…

Þessi leikur er í þróun af Cryptic sem eru þeir sömu og byrjuðu með CoX og lítur svo miklu betur út í alla staði með sinni blöndu af cel-shade/real-shade grafík sem þeir kalla comic-shade… (nenni yfirleitt ekki að gera kommur)

nýlega héldu þeir keppni þar sem spilarar gátu búið til emblems, það var það mikil aðsókn að þeir lokuðu á að þjóðir utan US gátu tekið þátt (mér til mikils ama) en það var samt það mikið sótt í þetta að í staðinn fyrir að taka bara inn bestu 50, þá tóku þeir inn bestu 150…

það sem þessi gerir annað en CoX er að þú hefur miklu meira vald yfir því hvernig kall þú vilt gera, t.d. þær body types sem ég hef séð í “leknum” myndböndum eru ferfætlingar, feral biped, kk og kvk og risastór týpa sem hefur ekkert kyn…

Powers, sem eru það sem gera þetta skemmtilegt fyrir utan awesome grafík og mikla sögu, eru þannig byggðir að maður er ekki bundin(n) við eitt eða tvö sett, maður mun geta valið úr hinu og þessu setti það sem maður vill EN miðað við það sem ég hef lesið að þá verður maður að taka X mikið í einum hóp til að fá aðgang að öflugustu kröftunum, það eru 14 kraftar sem maður endar með í heildina…
meður getur svo breytt kröftunum, t.d. verið með hina og þessa liti (einn með gular eldingar og svo einhver annar með neon grænar, eða álíka), svo eru það “emenation” punktar þar sem þú getur látið kraftana koma úr t.d. augum, puttum, bringu, öllum líkamanum og ef maður notar hluti eins og byssur þá geta kraftarnir komið þaðan, Powerarmor lítur mjög vel út í þeim gír (draumurinn er að gera stóru týpuna með RISA stóra byssu á annari hendinni og eldflaugar á öxlunum)…

gameplay video'in sýna líka það sem þeir hafa talað um hvað orku (endurance/energy/mana/whatever) varðar, maður getur hoppað inn í bardaga með svakalegt alpha og svo notað spes árásir sem gera minni skaða en hjálpa til við að ná upp orkunni aftur… þannig að maður er eiginlega aldrei búinn með orkuna…

þessi leikur er aðeins meira “involved” en aðrir MMORPG's, hann spilast víst meira eins og action týpa en þessi týpíska standa kyrr, ýta á takka og bíða eftir cooldown, sumir kraftar bjóða uppá að halda inni og hlaða upp kraftinn fyrir þunga árás eða bara rétt tappa á hana fyrir snögga árás sem gerir minni skaða…

allavega tékkið á honum
Champions Online