Ok Spiritmasterinn er kominn og Berskerurinn líka, og ég læt þá ekki eftir mitt liggja með Skaldið. =)

Skaldið er ekki flókinn class en þó eru alltaf einhverjir sem klikka á hinum einföldustu hlutum ;)
Battlesongs er skillið sem einkennir Skaldið og þú ert ekki Skald nema þú maxar Battlesongs við hvert einasta lvl.
Sem hálfpartinn bróður-class Minstrel í albion og Bard í hibernia erum við þó langt í frá alveg eins, við höfum okkar söngva og DD köll eins og bróður-classar okkar en við höfum þann kost að vera líka tankar.
Þó við séum ekki bestu tankarnir eins og Warrior og Thane, (Berserkar gera hæper damage, en eru ekki bestu tankarnir heldur vegna þess að þeir geta aðeins verið í Studded Armor) þá bætum við það upp með að gefa öllum hópnum Chant, Rest og hinn mjög svo eftirsótta Speed söngva.

Vopn:
Skaldið getur valið um hamra, sverð, axir og stafi en þú færð ekki að nota hamra fyrr en á lvl 5. Persónulega nota ég sverð en það fer bara eftir því sem hver vill, sverð hafa þó flóknustu style-in (þarf t.d að gera Temper style til að geta gert Baldur's Fury á eftir o.s.fr)
Hamrarnir og axirnar eru ekki með eins flókin style en þú mátt feta þína eigin leið, með vopnaval, EN ef þú velur þér vopn, haltu þig við þá vopnagerð og ekkert annað! Ekki hækka mörg vopnaskill því það er bara eintóm sóun á skillpoints, Skalds fá bara 1.5xlvl skillpoints á hverju lvli og við þurfum þau.
Ef ég man rétt þá gera hamrarnir mestan skaða, en eru hægastir, sverðin öfugt, og axirnar brúa bilið, (fer samt auðvitað eftir hvernig sverð, hamar eða exi þú ert að nota en svona lauslega er þetta í þessa átt).
Með Battlesongs alltaf maxað áttu eftir skillpoints til að setja í vopnið þitt við og við, en þú getur ekki maxað það, nema þú viljir hafa Parry lágt hjá þér sem ég mæli ekki með, eins og í Berserker guideinu hans Gourry þá er Parry mjög gott, og er mælt með af mörgum Skaldum að hafa Parry u.þ.b helminginn af því sem þú ert með í vopnaskillinu þínu.

Vörn:
Skaldið getur notað hvaða armor sem er í Midgard en er takmarkað í notkun skjalda og getum við einungis brúkað small skildi. Skalds fá bara Evade 1 og ekkert hærra en fá Protect 1 og 2. Skaldið er líka eini Vikingurinn sem fær ekki Guard ability-ið.

Race:
Öll race í Midgard geta orðið Skald.
En það fer eftir því hvernig þú vilt karakterinn þinn hvaða race þú velur fyrir Skald.
Troll Skald:
Troll Skald gerir meiri damage en hin Skaldin af öðrum race-um en eru með minni HP. Einnig er Trollið víst með minna Charisma sem er aðal-mainskill Skaldsins.
Dwarven Skald:
Ég er Dwarf, en það var bara mitt val. Dwarfs gera minni skaða en skaða en Trollið en Dwarfs hafa hæsta HPið, og gott Charisma.
Norseman Skald:
Nokkuð einfalt, brúar bilið milli Dwarven Skald og Troll Skald, eru víst betri block og svoleiðis, og gott Charisma.
Kobold Skald:
Veit nú lítið um þá, þar sem þetta er mjög sjaldgæft, aðeins séð einn svona, myndi samt halda að þeir væru snöggari í hreyfingum heldur en hin race-in.

MainSkill:
Kalla þetta bara mainskill en er að tala um strength, dexterity og constitution og allt það.
Aðal mainskill Skaldsins er Charisma, eins og stendur hér fyrir ofan. Það hjálpar til við söngvana og boostar aðeins effectið sem þeir gera. Hjálpar DD köllunum með að gera þau sterkari, og eins með Stun, og Snare, minni líkur á að óvinurinn resistar.
Næst er það Strength, sem bæði leyfir þér að halda á meiru, og lætur þig gera meiri damage. Og þar sem við erum tankar þá er þetta mikilvægt fyrir okkur.
Mainskillið sem er okkur þriðja-mikilvægast er Constitution, hækkar HPin okkar, og auðvitað þurfa tankar HP til að lifa af öll höggin sem dynja á okkur.

Ætla að enda þetta með yfirliti af Battlesongs göldrunum okkar:

Song of Travel:
Speed söngurinn, sem allir dýrka. Ef þú ert ekki í bardaga, ekki nýbúinn í einum eða ekki að fara að berjast, þá er þessi söngur uppi. Þetta er eini söngurinn sem droppar ef þú annaðhvort lemur óvin, eða óvinur lemur þig. MJÖG gott í RvR.
Group-effect

Song of Rest:
Nafnið segir í raun allt sem segja þarf, ef þú ert með lítið HP, eða einhver í hópnum þínum og þið ekki á fleygiferð með Song of Travel, þá er þetta söngurinn sem á að vera uppi. Hækkar aðeins HP, ekki Power, (er ekki alveg viss með Endurance, en ég held sterklega að Endurance hækki ekki)
Munið að Song of Rest eykur bara prósentuna á HP recovery, og sést ekki mjög mikill munur ef þú stendur með þennan söng, best er að sitja með hann á.
Group-effect

Chant of the Brawl:
Lætur þig gera aukadamage við hvert hit, sem er mjög gott í bardaga. Í bardaga á þessi söngur alltaf að vera uppi, því aukahittin skipta máli.
Chantinn eykur ekki prósentu eins og Song of Rest heldur lætur þig bara gera extra damage við hvert hit.
Group-effect

Warcry:
DD kall, meiðir óvininn ef þeir resista ekki. Mjög gott í bardaga og hefur oftar en ekki einu sinni reddað bakhlutanum á mér stórlega.
Einungis nothæft á 20 sek fresti, tekur smá slatta af Power.

Battle Whoop:
Annað DD kall, betra en Warcry, og eru þau dauðleg saman ef notuð bæði í einu, (Warcry og Battle Whoop). Notast skal í bardaga ef tími og Power leyfir.
Einungis nothæft á 20 sek fresti, tekur smá slatta af Power.

Stunning Shout:
Stun. Ótrúlega nothæft til að annaðhvort ná einhverjum sem flýr í RvR, eða til að Stunna þann sem er að elta þig, bæði í RvR ellegar PvE. Oft reddað mér algjörlega líka.
Einungis nothæft á 20 sek fresti, tekur smá slatta af Power. Munið að þegar þú stunnar einhvern eða eitthvað með þessu. þá brotnar stunnið og leysir fórnarlambið annaðhvort eftir ákveðinn tíma EÐA þegar einhver lemur hinn stunnaða!

Compel Surrender:
Snare. Mjög nothæft til að pulla, með gott range. Hægir mjög á þeim sem fær þetta á sig ef hann resistar ekki. Mjög gott eins og stunn til að ná hlaupandi gaurum í RvR, en munið að ef þú kastar þessu á einhvern missir þú Song of Travel niður í smátíma, þó að grúppan þín gerir það ekki!
Einungis nothæft á 1 mín fresti, tekur smá slatta af Power. Munið að þetta er eins og með Stun, eftir smá tíma fer þeta af, EÐA þangað til einhver lemur hinn snare-aða!


Eitt enn.
Þegar ég sagði að þú átt alltaf að maxa Battlesongs, þá áttu að gera það allavega uppí lvl 46. Það er þitt um að velja hvort þú viljir eyða skillpoints til að maxa það uppí 50, og græða á því bara síðasta Rest sönginn en það er möst fyrir Skald að vera með allavega 46 í Battlesongs þegar það er hægt, til að fá besta Chantinn. Er ekki of mikilvægt að fá besta Restið, betra í raun að eyða í annaðhvort vopnið eða Parry.

Takk fyrir. =)