Hey hó. Ég leik spiritmaster á Pellinor - Midgard (að sjálfsögðu).

Ég er búinn að ná einum slíkum uppá lvl 30 og nýji charrinn minn er ad verða lvl 29 í nótt (vonandi).

Ég er oftar en einu sinni búinn að lenda í því að fólk skilur ekki alveg mitt profession, reyndar virðist vera sem mjög fáir átti sig fullkomnlega á hæfileikum okkar og göllum.
Vonandi næ ég að útskýra hæfileika okkar örlítið betur.

Við erum oftast með spirit okkur við hlið sem er einn mest fráhrindandi hlutur fyrir grouppur enn þann dag í dag.
Málið er að fólk virðist halda að spirit dragi xp frá hópnum fyrir það eitt að standa og horfa á, það er ekki rétt.

Spirittin dregur frá hópnum xp sem jafngildir allt uppí helminginn af hlutfallslegu dmg sem hann gerir. Semsagt ef spirit gerir 50% af damage'inu á mobbið þá dregur hann 25% ca, af heildar xp'inu sem mobbið hefði veitt hópnum.
Mínar tilraunir sína að þetta stenst fullkomnlega, þrátt fyrir það að erfitt er að gera tilraunir með flest svona, þá leit staðan þannig út. Reyndar minnkaði xp tapið ef ég kastaði DD göldrum á mobbið eða healaði spiritinn. Reyndar fór xp loss uppí ca. 30% af heilda xp'inu 4 sinnum af ca. 100 tilraunum.

Sumum finnst þetta svo hrikalegt að þeir vilja ekki hafa Spiritmaster í hópnum sínum. En málið er að hann dregur minna xp en dmg sem hann gerir, nokkurskonar frítt xp semsagt.

Hvert er hlutverk okkar í hópnum? Healers eiga að halda stríðsmönnunum í góðum gír heilsusamlega séð, stríðsmennirnir eiga að drepa skrýmslið og hunters eru pullers í gegn (ekki alveg viss með hlutverk shadowblade'a), Spiritmaster er sá sem getur reddað grúppunni þegar allt er að fara til helvítis.

Hann getur Rootað, Mezzað, notað spirittinn á svokallaða “adds”, fært líf frá sér til healersins þegar hann er að deyja, lækkað alla mikilvæga stata á skrýmslunum(eitt helsta hlutverk hans),str/con (area of effect galdur), str, dex, dex/qui (area of effect galdur), lækkað hraðann á árásum mobbsins. Svo getur hann líka kastað DD göldrum ef til þess kemur.


Ég spilaði Thane í dágóðan tíma og fannst það fínt, en með spiritmaster þá er ég ótrúlega oft að bjarga allri grouppunni útúr þvílíkum vandræðum sem hefðu orðið hópnum að bana.
En að spila Spiritmaster vel er eitthvað sem kemur með reynslunni, og það skiptir ótrúlega miklu máli að Spiritmasterinn hafi eitthvað milli eyrnanna, því þegar maður er svona fjölhæfur þá þarf að vita nákvæmlega hvernær á að gera hvað og því miður sýnist mér fjöldinn allur af hálf heilalausum kvikindum spila þennan class.

Vona að þið takið við Spiritmasters í hópinn ykkar í framtíðinni, og í raun eltist við að hafa þá, þeir munu bjarga rassi ykkar oftar en einu sinni. Og haldið þeim lifandi líka ;) Þeir þola oft 2-3 högg frá fjólubláu dýri áður en þeir eru dauðir.

Vonandi vitið þið örlítið meira um hverju þið eigið að búast við af Spiritmasters og ef allir deyja í grouppunni, þá getið þið frekar kennt Spiritmasternum um það en healernum eins of fólk er vant að gera.
Munið bara að á frontierinu getur spiritinn bjargað ykkur með því einungis að standa og gera ekki neitt. Ef ör er skotið á SM'inn þá hleypur spiritinn af stað í áttina að snipernum, gefandi ykkur upp í hvaða átt hann er, svo þið getið flúið í öfuga átt (eða hlaupið í hann).

Munið bara, ekki hvarta undan spirit (og biðja fólk að releasa honum) eða hvarta undan því að SM sé ekki að kasta sínum DD göldrum, þið viljið að hann hafi amk 70% mana þegar allt er að fara til andskotans.

Takk fyrir.

Aruven, Spiritmaster.


PS. Vonandi nenniði að krota smá um ykkar eigin class, oft sem maður veit ekki allt fullkomnlega um hina classana, og gott að vita við hverju maður á að búast af þeim.