Lenti í gærkvöldi í hópi með úrvals-mönnum í vígahug og samtals urðum við 8 manns. Hópurinn fór frá Huginfell og stefndi í norð-vestur. Eina sem ég vissi var að við vorum að fara að slátra einhverjum blodfelag illmennum. Eftir smá hlaup og gang í gegnum skóglendi komum við að kofa nokkrum, sem fyrir utan stóðu 2 blodfelag svard á spjalli. Eftir að hafa ákallað hjálp goðanna, þá réðumst við til atlögu. Út úr kofanum þustu 2 til viðbótar, sem fengu að finna fyrir hamri mínum og velbrýndum vopnum annara félaga. Fann ég hversu fljótt ég efldist að berjast við þessi hyski, að maður fylltist enn meiri eldmóð. Bardagarnir stóðu yfir í um 2 klukkustundir, þótt að hver umferð hafi verið fljótafgreidd. Úr þessu varð hin mesta skemmtun og held ég að þessir blodfelagar hugsi sig betur um næst áður en þeir ráðist til atlögu.

Hópurinn samanstóð af einum heilara, tveimur kuklurum og sáu þeir um að halda í okkur líftórunni og styrkja okkur með blessunum sínum. Síðan vorum við tveir þjónar Þórs, einn berserkur, einn skuggblöðungur og veiðimaður sem sáum að lurka líftóruna úr andstæðingnum. Var þessi hópur frá tólfta skeiði allt upp í seytjánda skeið, en allflestir á þrettánda og fjórtánda skeiði.

Mæli ég með að menn safni saman liði 7-8 manna og ráði niðurlögum þessara illmenna.

Ef þér hafið kortið af Miðagarði við hendina, þá er húsið nálægt stóra virkinu í vestur svíalandi sem merkt er rækilega á kortið. En passið ykkur ef þið farið veginn, því þar eru allskyns verur sem vert er að forðast … ennþá.

Megi Þór fylgja ykkur,
Thrymill Hrungnisbani
<Oath of the Bloodbrothers>
(Guinevere)