Ég hef tekið eftir því að margir eru mjög spenntir fyrir leik sem mun koma út þann 24. apríl næstkomandi og heitir hann Lord of The Rings Online: Shadows of Angmar.
Ég hef spilað í betunni síðan í byrjun febrúar og hef fengið að kynnast nær öllum clössum upp í lvl 20+ (þá fá allir mjög góð trix og flestir betri armor og svoleiðis)

En ég ætla að byrja á því að segja aðeins frá hvernig þú byrjar leikinn

Þegar þú byrjar leikinn þarftu að velja þér race og hér kemur smá samantekt um það hvernig þeir byrja:

Men: Might: 29 – Agility: 14 – Vitality: 8 – Will: 3 – Fate: 25 79

Elf: Might: 8 – Agility: 29 – Vitality: 10 – Will: 14 - Fate: 3 68

Dwarf: Might: 26 – Agility: 0 – Vitality: 20 – Will – 14 – Fate: 6 66

Hobbit: Might: 3 – Agility: 8 – Vitality: 25 – Will: 14 – Fate: 14 64

(Fengið af http://lotrovault.ign.com/View.php?view=GameInfo.Detail&id=2#man)

Ég verð samt að segja að þó að Men komi langbest út úr þessu þá eru þeir ekki endilega bestir fyrir alla. Tökum Hunterinn sem dæmi. Agility gefur þér meiri chance á að fá critical hit, parry og evade. Þar að auki er það boginn og agility sem gefa þér hvað þú gerir mikið damage með boganum þínum, ólíkt þeim sem nota sverð þá er það einmitt might og sverðið sem gefa þér hvað þú gerir mikið damage. Það segir okkur að ef þú ætlar að vera hunter ættirðu að gleyma því að vera dvergur.

Næst velurðu class.

En hérna er smá um hvern class fyrir sig:
Champion: Champ. getur notað 2 sverð. Þetta gerir það að verkum að hann er nánast með tvöfalt meira damage en aðrir. Flest trixin hans eru til að veita andstæðingnum meira damage. Champ. fær heavy armor í lvl 20 og þá getur hann einnig fengið að nota boga.
Hann getur einnig notað allar tegundir af vopnum fyrir utan staff en ég held að hann fái einnig ekki lásaboga(er ekki viss).

Guardian: Getur notað skjöld strax í byrjun (champion fær hann í lvl 15 en ég mæli ekki með honum, betra að hafa 2 vopn)
sem gerir það að verkum að hann er með nærri helmingi meiri armor strax í byrjun.
Hann fær einnig trix til að gera meira damage og svo til að allir óvinirnir komi til hans í staðinn fyrir að þeir séu að meiða þá sem minna mega sín ( t.d. lore-master, hunter eða minstrel) og þar sem að guardian er með mjög mikið líf og mikinn armor er mjög mikið block chance hjá honum og þannig getur hann notað flest trixin sín.

Minstrel: Þetta er healerinn í hópnum. Hann getur healað endalaust og það það er enginn cool time og mig minnir að það kosti ekkert power (þá var það alla vega MJÖG lítið). Ég hef persónulega ekki prufað að leika minstrel en hann er mjög nauðsynlegur fyrir öll stærri fellowship og erfið quest. Hann er ekki mikið í því að meiða hina gaurana þegar þeir eru að gera stórt quest, heldur aðallega að sjá um að þeir haldi lífi. En hann getur einnig gert smávægilegt damage (eins og ég segi hef ég ekki neina reynslu af honum).
Hunter: Hunterinn er fyrir þá sem vilja solo-a leikinn. Flestir vita hvað hunter gerir, hann er með boga og skýtur gaurana langt frá, oft drepur hann þá áður en þeir ná einu einasta höggi á hann, og ef ekki er hann yfirleitt búinn að taka helminginn af moralnum. Hann fær ágætis trix sem gera ágætis damage. Hunterinn er alls ekkert mikilvægur fyrir fellowship, hann er bara aftast að skjóta á óvininn, en gerir í raun ekkert mikilvægt fyrir fellowshipið.

Captain: Captain gerir ágætis damage og fær heavy armour og svoleiðis. Í fyrstu fær hann trix til að gera meira damage, í lvl 10 fær hann svo liðsauka, eða “pet” sem er maður sem hann getur stjórnað og hann hefur sín eigin trix sem þú getur látið hann gera. Á seinni lvl-um fær hann svo nær bara trix fyrir fellowshipið, hækkar moral og fleira í þeim dúr. Meira að segja getur hann vakið vini sína upp frá dauðum (30 min cool time minnir mig). Svo getur hann hækkað morale eftir hvern óvin sem fellowshipið drepur, þannig að ef þú vilt vera mikilvægur fyrir fellowshipið og vera með heavy armor og mikið damage þá er þetta rétti classinn fyrir þig.

Burglar: Burglar er sá sem getur gert sig ósýnilegan fyir óvinum, sem gerir það að verkum að hann getur læðst inn í herbúðir þeirra og stungið þá í bakið með extra damage-i. Hann getur verið mikilvægur fyrir fellowshipið þar sem að það er hann sem er með flest trix til að opna svo kallað fellowship combo! Sem gerir það að verkum að hann brýtur niður varnir óvinarins og allir í fellowshipinu velja sér trix til að gera (lesið allt um þetta hér: http://www.lotro-europe.com/news.php?id=3164&type=Gameplay&pagename=gameinformation)

Lore-Master: Lore master er ekki fyrir þá sem ætla sér að solo-a leikinn. Hann gerir mjög mikið damage með trixunum sínum en hann er ekki góður í close-combat (þar væri fínt að hafa guardian með sér, eða einhvern sem hefur góðan armor (champion eða captain)) en eins og ég segi gerir hann mjög mikið damage með trixum. Hann getur stunað gaurana sem veitir honum gott forskot til að veita þeim ennþá meira damage. Hann getur einnig healað vini sína en það kostar hann að vísu smá af sínu eigin lífi. Þar að auki getur hann líka healað sjálfan sig, í fyrstu bara lítið en í lvl 20 healar hann sig 600-700, sem svo hækkar í hverju lvl-i. Hann fær einnig pet, kráku í lvl 4 og björn í lvl 14 og svo hef ég séð í myndbandi og lesið um að hann fái trait í sínum hærri lvl-um sem gefur honum þann möguleika á að summona Eagle, sem á víst að vera mjög góður. Dýrin sem lore-masterinn summonar eru mjög mikilvæg fyrir hann og hjálpa honum mjög mikið í close combat (þú getur látið óvinina ráðast frekar á björninn sem gefur þér færi á að nota trixin þín).

Allir classarnir fá geðveik trix í lvl 20 og ég hvet alla til að komast í lvl 20 áður en þeir velja sér nýjan class, það má segja að funnið byrji ekki fyrr en í lvl 20 ;)


Ég vill einnig minnast á að ef þú og vinir þínir byrjið í leiknum og eruð ekki vissir um hvað þið viljið vera, þá er eiginlega nauðsynlegt að hafa annað hvort guardian eða minstrel, það væri góður grunnur að fellowshipi (sérstaklega ef þið hafið þá saman, þá eruði nær ódrepandi). En ég mæli sterklega með því að hafa guardian, champion og minstrel eða lore-master.

Þið viljið kannski líka fá að heyra um PvP dæmið í þessum leik en það er algjör nýjung en virðist vera mjög skemmtilegt.
Þetta er ekki venjulegt PvP dæmi eins og fólk má venjast í leikjum eins og WoW, heldur er þetta kallað Monster Play
Þú getur ekki valið að byrja sem orc og spilað leikinn sem hann, þú getur einungis verið góðu gæjarnir. En þegar þú kemst í lvl 10, ferðu til Bree og ferð að einum stað þar sem að þú getur búið þér til nýjan gaur, sem er semsagt vondur, þar geturðu valið um að vera warg, orc, spider og uruk-hai (er ekki með þetta á hreinu) og þú ferð inn í land sem kallast Ettenmoors. Þar geturðu fengið fullt af skemmtilegum questum og safnað Destiny Points, sem þú getur síðan eytt í að þjálfa upp kallinn þinn eða, eytt þeim í aðalkallinn, getur sem dæmi keypt trix fyrir vonda kallinn eða keypt armor fyrir þann góða (sem er að vísu frekar asnalegt system þar sem að þú kaupir þér auka armor sem er á þér í nokkrar min, það eina sem vit er í að kaupa fyrir DP á alvörukallinn er bónus xp). Ég veit ekki hversu háu lvl-i þú þarft að hafa náð til að geta farið til Ettenmoors með aðalkallinn þinn en öll monsterin byrja í lvl 50 og þarftu þess vegna ekki að sjá um að lvl-a hann. Góðu gæjarnir komast inní Ettenmoors en þeir vondu eru fastir í þessu landi (sem er þó nokkuð stórt). Þangað geturðu svo farið í PvP að leika þér, þegar þú hefur náð ákveðnu lvl-i. EN aðalhugsunin á bakvið þetta er að það eru 6 stöðvar í Ettenmoors. 3 eiga þeir góðu en 3 þeir vondu. Þessar stöðvar eru MJÖG vel varðar af fullt af gaurum í lvl 50 og ef þú vilt ná þeim þarftu að safna ansi stórum hóp af gaurum, ég veit ekki hvað þú færð fyrir að ná svona stöð, annað en sæmdina. En eins og ég sagði þá geta monsterin líka gert quest og eru þau mörg mjög skemmtileg.


Minimum system requirements
Intel Pentium® 4 1.8 GHz or AMD Athlon® XP 1800+
Supported 64MB Graphics Card
512 MB RAM
7GB available
DirectX® 9.0c
Windows® XP
Broadband Internet Connection
2X DVD ROM

Recommended system requirements
Intel Pentium® 4 2.8 GHz or AMD Athlon® 64 3000
Supported 128 MB Graphics Card*
1 GB RAM
10 GB available
DirectX® 9.0c
Windows® XP/Vista
Broadband Internet Connection 512kbps or higher
2X DVD ROM

Vinur minn er á skítatölvu og hann getur spilað hann í lélegum gæðum, en svo er annar vinur minn sem er á mjög góðri tölvu og spilar með allt í besta og þá lýtur leikurinn MJÖG vel út.
Ég get nú ekki minnst á graffíkina án þess að segja ykkur að vatnið í leiknum er flottasta vatn í tölvuleik sem ég hef séð, maður fellur strax fyrir því og vatnið er mjög töff í nær öllum gæðum.


Ég gæti haldið endalaust áfram að tuða og tauta um það hvað þessi leikur er æðislega góður og allt það en ég held að það sé komið nóg í bili, endilega commentið og spyrjið ef eitthvað vefst fyrir ykkur.

Takk fyrir mig.
Kv., Bjarki “Arez” Guðmundsson

Ps.
Mæli með að allir skoði heimasíðuna: lotro-europe.com fyrir nánari lýsingar á leiknum.