Ég ætla að kynna og segja frá leik sem heitir Voyage century Online. Voyage century er mmorpg sjó leikur. Þú downloadar leiknum sem er frír og ekkert mánaðargjald og byrjar að spila.

Þá byrjaru á því þegar þú ert búinn að downloada og installa honum að leyfa pötchum að updaetast og bíður þangað til það er búið og ferð svo í account application sem er í glugganum þar sem þú kemst í play og og exit og það og þá þarftu að vera búinn að registera account á síðunni voyagecenturyonline.com og logga þig inn þar í glugganum sem kemur upp.

Þegar þú hefur loggað þig inn þá sérðu tvo leiki sem þú getur activated og einn þeirra er voyagecentury og hinn er MythWars sem er eldri leikur frá sama fyrirtæki sem þið getið prófað ef þið viljið en persónulega finnst mér hann leiðinlegur. Þá activateið þið voyagecentury þá getið þið farið aftur í voyagecentury ýtt á play og þar er áttaviti sem stendur exploiter á og þú heldur bara áfram.

Þegar þangað er komið geturðu valið milli þriggja servera og ég vill benda á að ég spila á columbus :=) Síðan velurðu einn þeirra og skrifar usernamið og passwordið sem þú notaðir þegar þú registaðir á voyagecentury síðunni og þá ferðu inn í glugga Þar sem þú getur skýrt charaterinn þinn og síðan breytt útliti af þeim 4 charathers sem eru í boði að vild og þegar þú ert búinn að því þá heldurðu áfram.

Núna ertu kominn á skip og byrjaður í leiknum nú gerirðu þau byrjendaverkefni á skipinu og heldur síðan áfram á þínu skipi of ýtir annahvort á go to birtplace sem er Alexandria eða allavega á servernum columbus eða siglir þangað af sjálfsdáðum. Þegar þú ert þangað kominn talarðu við gaurinn serm er mjög nálægt bryggjunni og með svona upphrópunarmerki fyrir ofan sig og byrjar að tala við hann.

Hann gefur þér smá pening og þá talarðu aftur við hann og þá geturðu fengið upplýsingar um þann class sem þig langar að spila. Classarnir eru:

Exploiter sem er landkönnuður og getur fundið fjarsjóði og selt þá og einnig getur hann eins og allir barist við pirates.

Handcrafter: Er ekki alveg viss en held að það sem Handcrafter geri er að búa til stuff og selja það jafnvel með því að ferðast til lengri hafna til að hugsanlega græða meiri pening.

Merchanter: Það sem hann gerir er að annahvort búa til hluti og selja þá, ná í hluti úr collection sem ég kem að seinna eða kaupa hluti ódýrt og selja þá dýrara eins og t.d. í Asíu.

Pirate: Tja, nafnið segir allt… Ferð og drepur þá sem þig langar til að drepa og hirðir lootið…

Einnig er hægt að gera annað en það er að vinna fyrir Navy og gerast hermaður eða skipstjóri í Flota af einhverjum konungsdæmum eða borgum.

Einnig vil ég benda á þann möguleika að maður getur í rauninni orðið allt ef maður vil eins og t.d. collector, handcrafter og merchanter…

Nú kem ég að collection sem eru 4 skill eins og er en IGG fyritækið er að bæta öðru við. Skillin eru:

Fishing: ferð út á sjó og veiðir og græðir pening með því að selja fiskinn eldaðan eða óeldaðan.

Mining: Heggur í steina og annahvort selur þá eða býrð til armor eða vopn.

Timber Felling: Þar heggurðu tré og býrð til ýmislegt eins og t.d. skip og selur eða bara selur viðinn.

Planting: Er ekki mjög kunnugt um þetta en þetta er víst að sá og uppskera og selja uppskeruna.

Cooking: Þetta er skill sem á eftir að koma út en kemur bráðlega en ég get ekki lýst þessu öðru en því að maður eldar einfaldlega :=)

Í leiknum finnurðu banka og Warehouses. Bankar eru fríir í notkun allstaðar og þar geturðu lagt inn peninga eða tekið þá út. Warehouse er frítt aðeins á einum stað en sá staður er Birtplace.
Þú getur fengið Warehouse á öðrum stöðum en Birtplace en það mun kosta og ég held að það sé 50k eða 50000. Warehouse hefur takmarkað pláss á hverjum stað og þú getur geymt 500 weight af plássi þar.

Það eru Alliances í þessum leik og þar á meðal player owned Alliances og hinsvegar allavega 3 npc alliances svo ég viti til sem eru Navy Alliance, Merchant Alliance og Exploiter Alliance.

Í hverjum bæ er hægt að nálgast traders, skill masters og fullt af básum þar sem annahvort players eða npcs eru að selja ýmsar vörur. Þú getur trainað skill hjá skill masters en bara til að fá skillin í lvl 1 og síðan þjálfarðu þau með því að nota það skill þangað til í lvl 31 held ég að þú þurfir að kaupa lvlin þangað til max lvl 100. en maður getur bara verið með 7 skill yfir lvl 31 sem maður kaupir öll önnur getur maður einungis trainað í lvl 31. Einnig eru dockers þar sem maður getur fengið vistir, sailors og healað wounded sailors.

Í hverjum bæ eru einnig Collection Areas þar sem þú getur notað Collection skillin Timber Felling, Mining og Planting. En það fer eftir stað í hvaða lvl tréin, Planting staðirnir og Mining steinarnir eru þannig að maður getur bara gert þetta í byrjendaborgunum 4 fyrst um sinn.

Núna hef ég kynnt leikinn og ef einhver vill spila með mér eða adda mig í friends list þá heiti ég HaXeN in game og er Merchantar&Collector.
(\_/)