Hér ætla ég að skrifa lítillega um þann leik sem ég er spenntastur fyrir eins og er Huxley.

Huxley er FPS-MMORPG( First Person Shooter- Massive Multiplayer Online Roleplaying )sem er ætti að vera hrein paradís fyrir mig. Leikurinn inniheldur einnig farartæki.

En allavega leikurinn hefst með því að í nálægri framtíð eyðilegst jörðin í kjarnorku sprengingum. Stór flóð og jarðskjálftar tröllríða jörðinni.
Þau sem lifðu af áttu eftir að lenda í enn meiri vandamálum því stór hluti mannana hafði stökkbreyst. Rasismi manna gegn stökkbreyttu mönnunum veldur stríði milli Alternative( ætla að notast við enska orðið, þetta eru stökkbreytingarnir.) og Sapiens(mannana)

Í leiknum eru 4 spilanleg race: Sapiens One og Sapiens Syn, Alternative Alteraver og Alternix.
En einnig eru tvö race sem ekki er hægt að spila og er stjórnað af leiknum, þeir ráðast bæði á Sapiens og Alternative. Kallast þeir: Hybrid Mutant og Hybrid Monster.
Lítið er til um Hybrid svo ég kem bara með stuttu lýsingu af útliti þeirra.

Mutant: Eru stærri og líkari mannveru í byggungu þeas standa á tveimur fótum, þeir geta einnig notað vopn og virðast stjórna monsterunum.
Monster: Ótrulega líkar pöddunum úr starship troopers, þær ferðast í hópum og ráðast í bylgjum.Nota ekki vopn.


Sapiens One

Þetta eru menn, gáfaðir og stoltir en einnig montnir rasistar.Þeir líta á sig sem drottnara jarðarinn og það var útaf því sem stríðiið byrjaði m.a. með að móðga og hunsa hinar tegundirnar.

Sapiens Syn

Þetta er sú tegun sem líkist mönnum mest, mesti munurinn er að hún er snjóhvít, löng, liðug og ótrúlega falleg. Syn eru gáfaðar verur og búa yfir nægum mætti til að breyta bardaganum algjörlega í sinn hag. One létu Syn algjörlega í friði vegna fegurðar þeirra en þegar stríðið hófst bauðst Syn til að vera bandamenn þeirra einungis vegna þeirra eigin hagsmuna. Syn er jafnt One í bandalaginu en þrátt fyrir það eru Syn ennþá varkárir og treysta engum.

Alternative Altraver

Þeir eru stórir, sterkbyggðir og hugdjarfir. En undir þessum skrímslum leynist gott hjarta og einfaldur heili. Þeir eiga við það vandamál að stríða að þeir eiga auðvelt með að treysta öðrum vegna lágra gáfa. En þeir fyrirgefa aldrei neinum sem kemur illa fram við aðra Altravers hvað þá að reyna útrýma þeim.

Alternative Alternix

Alternix-ar eru þær verur sem stökkbreytinging sést best á, grátt hár, óhuggnaleg augu og stíliðséruðu hárinu, plús ofur snöggar hreyfingar og gáfulegar ákvarðanir í bardaga. Alternix eru tilvalnir til að koma óvininum að óvörum eða til launmorðs. Alternix eru tilfinninga næmir og tala aldrei of mikið, sérstaki hárstíllinn þeirra gefur innsýn og sérstaka listasmekk þeirra.


Vopnin

Eftir því sem þú færð hærra lvl læriru að nota betri vopn. Byssuskillinn þín er flokkað í stafrós röð, E til A (E er lægstimögulegi rank og A sá hæsti).
Byssurnar Skiptast svo í fjór flokka og persónulega vona ég að einhverskonar sprengur og hnífar eigi eftir að bætast við. En hérna eru flokkarnir:
Discodia Assault Rifle Diverian.
Discodia assault rifle Diverian MK2.
Mirage Viper.
Collein Bleach.
Ef þið viljið meira upplýsingar um byssurnar mæli ég með þessum link Hér.

Lítið er komið um farartækin eins og er, svo ég sleppi því að skrifa um þau núna.

Heimildir: http://www.huxleygame.com/
http://www.webzengames.com/Game/Huxley/default.asp