Eins og ég sagði í RFO greininni minni þá er ég kominn með smá leið á WoW og ákvað að leita að nýjum leik til að spila. Ég fann hinsvegar engan spennandi nýjan leik við fyrstu sýn og ákvað að prufa SWG aftur, hafði hætt í honum fyrir uþb ári. Ég spilaði hann slatta mikið (á Bloodfin) og var meðal annars einn af 5 fyrstu til að unlocka Jedi slottinu á servernum mínum.
En nóg um það. Ég átti mjög góðar minningar úr þessum leik, meðal annars var interfaceið mjög þægilegt og customizable miðað við það sem þekktist þá (WoW slær hann algjöru rothöggi núna reyndar), crafting systemið algjör hrein snilld og PvP mjög spennandi á köflum og gat verið mjög intense, sérstaklega þegar maður var að fighta svona 3 vs 15 fights.

Anyway, ég leitaði að diskunum, installaði leiknum, downloadaði patches (tók 7 klt) og setti mig í gír.

Ég hafði heyrt mjög undarlega og misjafna hluti um nýju pötchin en ákvað að prufa þetta bara sjálfur. Fyrst þegar ég logga inn í leikinn fæ ég upp fullscreen glugga þar sem mér er skipað að velja profession. Af hverju? spurði ég mig, ég var rifleman/doctor/combatmedic þegar ég hætti. Ég fékk að velja úr: Jedi, Smuggler, Commando, Trader, Entertainer, Bounty Hunter, Medic og Officer. Hvert fóru öll 30 professionin sem leikurinn hafði?
Takið eftir að núna er Jedi starting class og það þarf ekkert að unlocka neinu.

Ég valdi að sjálfsögðu Jedi, er ekki draumur allra að spila Jedi?
Það sem mér fannst verst er að það er engin leið til að verða unique neitt. Það er engin svona “talents” eins og í WoW eða neitt þannig. Þú ert bara level x og eitt af þessum 9 professions. Og vegna þess að 90% af fólkinu í leiknum eru jedi's þá er 90% af playerbasinu sama professionið, með nákvæmlega sömu skills og nákvæmlega sömu items og armor líka.

Ég ætla nú ekki einu sinni að fara yfir processinn að læra á nýja interfacið en svona virkar það:
Það er ekki hægt að færa alla hlutina til. Bara suma. Td get ég fært HP á targetinu mínu til en ekki mín eigin HP.
Hotbarinn er demonspawn. Það er mér algjörlega óskiljanlegt hversvegna þeir ákváðu að breyta honum í þetta vægast sagt ónothæfa rusl. Hann er þannig uppsettur að það eru 12 venjulegir takkar og síðan 1 “stór” takki á endanum, og þegar þú ýtir á einhvern takka þá fer skillið sem þú ýttir á yfir í “stóra” kassann og síðan þarftu að ýta á annan takka(hægrimúsarklikk) til að nota skillið. Hljómar kannski ekki svo illa, en treystið mér, þetta er hræðilegt.
Síðan tóku þeir út auto attack, svo að þú þarft að halda inni vinstri músartakkanum YFIR því sem þú vilt attacka, þú þarft sem sagt í rauninni að miða. Sama þarf til að gera specials, þarft að miða. Þetta er augljóslega hræðilegt kerfi að nota þegar þú ert að berjast við marga í einu.
Þetta væri kannski ekki svo slæmt ef að þeir hefðu ekki einnig tekið targeting systemið og algjörlega slátrað því. Núna targetaru sjálfkrafa allt það sem þú ferð með músina yfir. Svo á móti td 2 mobs í einu ef mobbin eru stór og svona smá “inní hvoru öðru” eins og gerist oft þá er mjög erfitt að vita hvorn þú ert að hitta, vegna þess að þú þarft að halda vinstri músartakkanum inni yfir mobbinu sem þú vilt attacka og ef þú “miðar” vitlaust ferðu a attacka annað mob um leið.
Síðan er alveg fullt af interface settings sem bara einfaldlega virka ekki.

Crafting systemið.. gæti summað það upp í einu orði.. RIP.
Það er ekkert mál að fá dropped items(tala nú ekki einu sinni um quested items) sem er betri en crafted. Einnig er ekkert decay lengur á items svo að itemin þín endast endalaust.

En allavega, ég respeccaði í Jedi, craftaði mér saber og fékk mér góða robes, allt í goodí, nema það að combat í leiknum er núna hugsanlega mest óspennandi hlutur í sögu MMORPG's. Þegar ég fighta mobs á sama leveli og ég þá drep ég það á innan við sekúntu, og það er án þess að nota specials. Það tekur því ekki að nota specials. Ef ég reyni hinsvegar að fara örlítið hærra þá 2shotta mobs mig auðveldlega. Svo specials hjálpa ekki þar. Sem sagt, specials eru gagnslaus í PvE, og ekki hjálpar að þau eru öll með 15 sec cooldown minnst. Svo já, autoattack ftw.

Þetta er SWG: NGE, það sem SOE kallar “New game enchancements”. Þetta er hugsanlega versti hlutur sem komið hefur fyrir mmorpg í sögu mmorpga.
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”