Jæja, kominn með grein hérna. Áhugamálið búið að vera hægt undanfarið og ekki búin að koma ný grein síðan rétt eftir að chase tók við því. Ákvað bara að skella eitt stykki grein á blað og senda hingað. Enjoy!

Í þessari grein minni ætla ég að útskýra fyrir ykkur það sem að margir sem pæla í þessum leika spyrja um og það eru professions. Kerfið hjá þeim er svolítið öðruvísi(eða mér finnst það) heldur en í öðrum leikjum eins og: Baldur’s Gate leikina og Diablo.

Það virkar þannig að þegar maður býr til nýjann character þá velur maður primary profession. Primary profession mun ráða útliti og armori kallanna þinna. Maður byrjar leikinn og leikur sér áfram. Þegar maður er varla byrjaður, þá getur maður valið sér secondary profession(Getur farið strax í það en samt best að komast fyrst í lvl 2 eða 3). Til að fá secondary profession þarf maður að hitta skill trainer sem að eru sjálfir það profession sem þeir þjálfa í og gefa þér quest og nokkur skill. Þú ferð og gerir questið og kemur til baka. Þá lætur hann þig ákveða hvort þú villt þetta eða ekki. Það er mikilvægt að velja vel því að það er ekki hægt að breyta.

Hér fyrir neðan ætla ég að kynna professionin í stuttu máli.

Warrior: Flestir sem að byrja velja sér þetta því þeir halda, og hafa rétt fyrir sér er einfaldasta professionið í leiknum. Ég sjálfur valdi mér warrior og gengur það vel. Warrior nota vopnin sverð, exi og hamar. Þeir nota sterkan armor. Stytting: W

Ranger: Ranger er fínasta profession, hef ekki spilað það sjálfur en það er í secondary profession hjá mér. Þeir sérhæfa sig í bogum, traps og beast mastery. Sumir velta því fyrir sér hvað beast mastery er, það er bara að maður getur þjálfað dýr t.d. devourers(stórir sporðdrekar), melinda’s stalker(held að það sé nafnið, pardus), wolf(úlfur), bear(björn), strider(svona skrýtnir stórir kjúklingar) og mikið fleiri. Stytting: R

Monk: Monk er professionið sem að healar! Þeir eru eftirsóknasta classinn í guild og pvp. Fáir vilja vera monk því þeim finnst það leiðinlegt. En það eru samt nokkrir sem að eru nógu duglegir að vera monk. Ég mæli með því fyrir þá sem að hafa spilað eins og priest í öðrum leikjum og fundist það skemmtilegt. Stytting: Mo

Elementalist: Þeir eru þessir sem að gera náttúruafla galdrana. Pyromancer, Geomancer, Aeromancer, Hydromancer og svo náttúrulega er hægt að safna bara skillum sem manni finnst góðir en samt best að sérhæfa sig bara í einu eða tveimum útaf attribute points-unum. Ég sjálfur á E/Me character(reyndar bara nýbyrjaður) en það er þvílík snilld. Mæli með þessum class. Stytting: E

Mesmer: Mesmer er talið flóknasta professionið. Ég skil ekkert í því en það er líklega flókið fyrir þá sem ekki hafa spilað Guild Wars áður. Þeir eru bara eins og Illusionists í Baldur’s Gate og fleiri leikjum. Þeir sérhæfa sig í Illusionist göldrum, domination og svoleiðis göldrum. Blekkingar göldrum. Stytting: Me

Necromancer: Necromancer er held ég talið næst flóknasta professionið í leiknum. Ég skil heldur ekkert í því af því að mér finnst það bara ekkert flókið. Samt, eins og ég sagði í Me umfjölluninni þá er það kannski flókið fyrir byrjendur í Guild Wars. Þeir sérhæfa sig í hex-skillum sem eru svona skill sem að eyðileggja eitthvað fyrir manni og pirra marga mjög mikið. Eins og tildæmis að maður geri allt 50% hægar en vanalega. Svo eru þeir bara eins og Necromancer og Warlock í dæmigerðum MMORPG leikjum. Stytting: N



Vona að þeir sem eru að pæla í því að kaupa sér hann skilji aðeins meira í honum núna, bara kaupið ykkur leikinn og let the slaughtering begin!!! Bwahaha!


p.s. óyfirfarið!!!