Ég veit ekki hvort einhver ykkar kannast við þann líka frábæra MMORPG “Pristontale”. Hann hefur verið síðustu 2 ár flokkaður sem freeware á netinu, en núna 22.júlí munu þeir sem reka þetta batterí fara að rukka fyrir hann. Ég er búinn að spila þennan leik allnokkuð, og ég tók eftir miklum mótmælum og óánægju með þetta framtak, og ég var ekki sáttur sjálfur. Svo kom það sem mér fannst skemmtilegast.

Eins og í Star Wars Galaxies er hægt að fá að prófa leikinn frítt, en þessi leikur er ekki með tímatakmörk. Þarna getur þú haft 3 charactera á hverjum af hinum 5 serverum, og spilað þá upp á lvl 39… eft það verður að borga.

Ég vildi bara benda á þennan leik, og ef þið hafíð áhuga á því að prófa að spila hann, þá er ég með client setup-ið á tölvunni hjá mér(það er frítt dl á heimasíðunni), og ef að stjórnendurnir hérna koma upp íslensku vefdownloadi, þá get ég uplódað leiknum inná það ásamt pötchum.

Ég mæli með því að kíkja á heimasíðunna þeirra á www.pristontale.com .. Alveg furðulega góður leikur, ótrúlega lítið um hann talað :(

Ég þakka fyrir mig.
-State of mind… I'd like to go there someday-