Jump To Lightspeed er væntanlegur aukapakki fyrir þann ótrúlega MMORPG Star Wars Galaxies: An Empire Divided og er væntanlegur í Haust 2004. Ég ætla að fjalla um helstu eiginleika þessa aukapakka.

*Það verða 15 geimflaugar sem að koma með leiknum og svo verður seinna bætt við fleiri. Þær flaugar sem að eru staðfestar eru YT-1300, X-wing, Y-wing, TIE fighter auk annars flauga. Það verður hægt að gera allar flaugarnar eins og maður vill hafa þær og breytast þær verulega í útliti eftir því sem maður vill, þær verða með R2 vélmennum sem að munu geta bætt damage hjá þér eða gert við skipið auk annars.

*YT-1300 er eina flaugin sem að getur haldið fleiri en einn farþega og flestir kannast kannski betur við sem Millenium Falcon sem að Han Solo stjórnaði en hún verður ekki eins nema að maður velji það vegna þess að það eru svo margir möguleikar á því að mála, bæta, byggja skipið þitt að öll skip verða einstök. Þegar aðrir farþegar eru í því geta þeir meðal annars farið á byssuturnana og skotið þaðan meðan flugmaðurinn stýrir skipinu svo er líka fullt þrívíddar-umhverfi sem að maður getur labbað um í skipinu.

*10 stór geimsvæði til þess að fljúga um. Þá er það oftast svæði sem að eru með sameiginlegar plánetur (Talus/Corellia, Naboo/Rori) svo eru nokkur deep space svæði þarsem að engin pláneta er nærri. Svo eru einnig smástirni og nebulas þarsem maður verður að passa sig á eldingum.

*Leikurinn mun verða Real-Time-Shooter eða ekki eins og Galaxies er með núna að maður velur attack og bíður eftir því að kallinn geri það heldur byggist hæfni flugmannsins í raun á hæfni spilarans auk þess hversu góða skildi maður er með eða góðar byssur en hæfni flugmannsins er mikilvægust.

*Fjögur ný profession. Þá er það Alliance Pilot, Imperial Pilot, Basic Pilot, Shipwright. Shipwright er þeir sem að byggja skipin. Það er talað um að Pilot professionin munu ekki taka skill points en shipwright muni.

*Tvær nýjar species. En það hefur ekki verið staðfest hvaða species það er, ég gruna Chiss eða Quarren. En það hefur verið staðfest að þetta eru species úr myndunum og eru ekki EU(kannski getur maður verið E.T eins og í EP. 1 ;))

*Svo verður hægt að plana stór space raid á stór capitol ships svosem Star Destroyers, Corellian Corvette o.fl. Þá verða þau NPC stjórnuð.


*Þessi aukapakki á ekki að hafa nein áhrif á jarðarleikinn en það á að vera hægt að fara í geiminn frá öllum space ports og kannski seinna Player Cities.

*Allir fá svona byrjenda geimflaug þegar þeir kaupa aukapakkann þannig að maður getur flogið strax útí geim en þarf samt betri flaug þegar maður aðeins betri flugmaður.

Eins og ég sagði þá kemur þetta út í Evrópu og Ameríku í Haust 2004 auk þess sem að verður beta playing í einn og hálfann mánuð áður en hann kemur út.

Svo er líka allt að gerast í venjulega Galaxies þarsem að Death Watch Bunker kemur eftir nokkra daga og þá verður hægt að fá Mandalorian armor eða svona svipað og Boba og Jango Fett voru í. En það er efni í aðra grein.