Guildwars á E3 sýningunni Nú fer að styttast í Guildwars en það er semsagt ævintýraleikur í massive multiplayer heimi.

Þessi leikur skartar eftirfarandi:
- Ókeypis að spila hann eftir að hann kemur út (þarf einungis að kaupa leikinn)
- Instant action. Þeir lofa skemmtun fyrir alla, sama hversu lengi þú hefur spilað en ætla að útiloka hluti eins og spawn camping, kill stealing og endalaus ferðalög um tóma heima.
- Solo quests
- Co-op quests
- Player vs Player
- Leikurinn er hannaður af ekki ómerkara liði en þeirra sem bjuggu til Diablo, Diablo 2, Warcraft 2, Starcraft og Warcraft3 en hluti af starfsmönnum Blizzard hættu og stofnuðu það fyrirtæki sem er að gefa út þennan leik.

12. - 14. maí verður hægt að spila þennan leik ókeypis og verða spilaranir og leikurinn sýnd á E3 sýningunni.

Það eru ennþá nokkrir mánuðir í að leikurinn verði gefinn endanlega út en þetta er þitt tækifæri til að prufa leikinn og sjá hvort þetta er eitthvað sem þig gæti langað að prófa.

Þú getur núna skellt þér á www.guildwars.com, náð í client, stofnað aðgang og beðið spennt(ur) eftir 12. maí.