Ragnarök Online

Ragnarök Online er MMORPG leikur frá Suður-Kóreu hann var fyrst gefin út árið 2000 þar í landi, en ári seinna var hafið ALPHA test í Bandaríkjunum (sem ég tók þátt í á sínum tíma).
Nú er leikurinn hinsvegar að koma til evrópu (ekki það að fólk í evrópu geti ekki spilað á International-Servernum).
Þessi leikur er MJÖG vinsæll í asíu og til að mynda voru 1.3 MILLJON áskrifendur BARA í Taiwan í október (áreiðnalegar heimildir frá gamespot).
Þar að auki eru mjög margir sem spila hann í S-Kóru,Kína,Japan,Malasíu og Tælandi (öll þessi lönd hafa sér servera.)

Skemmtilegir fróðeleiksmolar um Ragnarök.

- Það eru til mörg Ragnarök internet Cafe víðsvegar um heiminn þar á meðal eitt á spáni, tvö í Kanada og eitt í Ástralíu , og að sjálfsögðu óteljandi mörg í asíu.

-Það eru til mánaðerlegir sjónvarpsþáttir BARA um ragnarök í S-Kóreu (ég á 2 þættí á tölvunni) skal reyna lýsa þeim:
Þetta byrjar með einhverju rosa pop-techno lagi með fullt af Kóreiskum rappörum, svo er farið með okkur í myndver þar sem 2 kóreiskir unglingar sitja hlið við hlið (ein kona og einn strákur) svo lesa þau upp alskonar fréttir í sambandi við serverana, og koma með allskonar keppnir þar sem hægt er að vinna “item” í leiknum.
Svo eru tekin viðtöl við eitthvað fólk sem spilar Ragnarök, svo eftir 20 mínutna mas kom einhver feitur fertugur gaur inn, hann var MJÖG alvarlegur, þegar hann var buinn að tylla sér var byrjað að sýna myndbönd úr Guild Warz, feiti kallinn lýsti þeim svo af mikilli nákvæmni , en þetta voru tveir bardagar milli tveggja “highest rank guildana” í S-Kóreu, eftir bardagan sem tók um 20 mínutur töluðu þau aðeins saman. Svo endaði þátturinn og aftur kom eitthvað svaka techno lag.

-Það er til mánaðarlegt Ragnarök comic (það eru kominn 8 tölublöð)

-Það eru til FULLT af ragnarök auglýsingum , ég hef séð nokkrar þeirra og verð að segja að þetta er steiktustu auglýsingar í heimi , ein þeirra er þannig að einhver mjög vinsæl S-Kóreisk poppstjarna labbar inní rútu fulla af feitum nördum með gleraugu, svo allt í einu byrja allir að “berjast” með því að skjóta ósýnilegum geislum í hvort annað og auðvitað gerist þetta allt í slow motion með einum svakalegustu öskrum sem ég hef heyrt.
Eftir “bardagan” labba þau öll úr rútunni hlæjandi svo er spurt Poppstjörnuna “Hvað ert þú að gera í dag ?” þá segir hún “Spila RAGNAROKKKKKU”

-DAGLEGA eru gang-wars útaf Ragnarök, og nú þegar hafa nokkrir dáið í slíkum átökum, í Tælandi til að mynda drap einn strákur kærustuna sína því hann hélt að hún væri að halda framhjá sér með einhverjum öðrum strák í ragnarök.

-Stjórnvöld í Tælandi hafa sett sérstakar reglur útaf því að það fólk sem spilaði Ragnarök var hreinlega brjálað í hann og gerði ekkert annað en að spila hann,
reglur sem þeir settu eru meðal annars ;
1. Serverinn ver bara opinn frá 06:00-22:00
2. Þegar þú ert buinn að spila leikinn í tvo tíma er accountið þitt blockað í tvo svo getur þú aftur spilað í tvo (og svo framvegis),

Jæja nóg um fólkið sem spilar leikinn, best að segja soltið frá honum.

Ragnarök gerist í heimi sem heitir Midgard (ragnarök heimurinn er byggður eftir þekktu manga-i) . Það er mikið notast við goðafræði í leiknum, til að mynda er risastór stytta af “Odin” í höfuðborginni Prontera, svo eru til margir staðir sme heita nafni úr goðaheiminu t.d. Mt. Mjölnir og Nibbleheim
Það eru 16 clöss í honum, þú byrjar sem novice svo þegar þú nærð job level. 10 (það tekur um 3 tíma) geturu breytt þér í 1st class , og svo þegar þú nærð job lv 40 sem 1st class geturu breytt þér í 2nd class.
En classin er þessi:
1st classes : Swordman,Acolyte,Mage,Thief,Archer,Merchant
2nd Classes: Knight,Crusader,Monk,Priest,Wizard,Sage,Assassin,Roque, Hunter,Bard,Dancer,Blacksmith,Alchemist
Svo var verið að tilkynna að það muni koma 14 ný clöss í september í kóreu.

Ragnarök heimurinn er mjög stór og margir mjög skemmtilegir staðir í honum t.d. Lutie “christmas town” en þar geturu farið og hitt Santa Clause !!!
Allir npcarnir eru svo ýmis Trúðar,Snjókallar eða Álfar.
Ef þú talar við Santa færðu quest en það er að drepa “the evil mexican santas” sem hafa stolið öllum gjöfunum, (þeir heita Antonios).
Dungeonið í Lutie er “Toy Factory” en þar eru mörg Jólamonster t.d. Santa Goblins og Santa Porings sem eru með jólasveina húfu á hausnum einnig er monster sem heitir Myst Case og er bara ein stór hoppandi gjöf.

Þess má svo einnig geta að það er stórskemmtilegt PVP í leiknum sem kallast “War of the emperium” nenni samt ekki að fara neitt nákvæmlega í það.

Allavega mæli ég eindregið með að fólk prófi þennan leik, ég hef spilað hann í þrjú ár núna og enþá ekki kominn með leið á honum J
Nátturulega hef ég samt tekið mér pásur við og við.