Jæja gott fólk - leit minni er lokið. Ég hef fundið það sem ég var að leita að. Og þvílík og önnur eins snilld. Ég hef spilað fjölmarga mmorpg leiki í gegnum tíðina en fann aldrei neinn sem ég var sáttur við - það var alltaf eitthvað sem féll mér ekki í geð: Léleg grafík, böggaður leikur, allt of mikið lagg, engar uppfærslur, of fá vopn til að spila fyrir osfr.

En núna hef ég fundið draumaleikinn minn (að minnsta kosti í bili). Leikurinn heitir MU online og má finna á www.muonline.com Þetta er alger hack and slash leikur með ótrúlega góðri 3D grafík miðað við stærð downloads (um 65 mb). Hann minnir mjög á Diablo á köflum hvað gameplay varðar - fyrir utan það að það eru nokkur þúsund spilarar að spila með þér og að mínu mati er grafíkin miklu betri.

Í rauninni er kannski ekki margt nýtt í leiknum og þú venst mjög fljótt að spila hann. Það eina sem mér fannst óþægilegt var að geta ekki hlaupið í honum, en svo komst ég að því að þú þarft bara að ná þér í réttan fótabúnað til þess að geta það. En svo er bara að fara út skóg, finna ófreskjur við hæfi og byrja að lumbra á þeim til að fá exp. Við það hækkar þú smám saman í lvl og færð 5 atribute stig sem þú getur nýtt þér til að verða öflugri.

Í upphafi eru þrjár mismunadi chars sem þú getur valið úr, Dark Knight, Dark sorcerer og Elf. Síðan er reyndar fjórði char sem þú getur orðið með tímanum og er hann blanda af þessum öllum en við erum að tala um svo hátt lvl að ég vil ekki einu sinni segja það hér.

Helsti kostur þessa leiks tel ég vera, hvað í honum er ótrúlegur fjöldi vopna og við það bætist að hvert vopn hefur mörg stig sem bætir það til muna. t.d. þarf boots +5 til þess að geta hlaupið. Í stuttu máli má segja að möguleikarnir séu nánast óendanlegir hvað val á vopnum og klæðnaði varðar eða amk segja framleiðendurnir að það séu 100.000 hlutir í honum - og það skiptir miklu máli að mínu mati.

Hvað varðar skills. Það virðist sem wizards geti lært mismunandi galdra s.s. eldingu og fireball. Hinsvegar hef ég ekki ennþá fundið neitt skills fyrir Riddarann minn en hins vegar er hægt að kaupa vopn sem hafa innbyggt skill - sem getur komið sér mjög vel.

En helsti kostur leiksins að mínu mati er sá að hann virðist vera nánast algerlega lagg frír. Eða að minnsta kosti er gameplayið þannig að það kemur þannig út að þú sért lítið sem ekkert að lagga. Þar að auki er hljóðið í leiknum ágætt og gefur honum aukið vægi. T.d. þegar þú ert umkringdur skrímslum sem öll eru öskrandi og gargandi. En einn kosturinn er að skrímslin geta hreyft sig á marga vegu og virðast því vera nánast lifandi þegar verið er að berjast við þau.

Helsti gallinn sem ég get séð, ef horft er til lengri tíma, er að svæðin sem barist er á, eru bæði fá og lítil og skrímslin ekkert alltof mörg. Því er kannski hætta á að leikurinn verði einhæfur þegar til lengdar lætur og þegar þú þarft að eyða heilu dögunum í að komast upp í næsta lvl.

Hvað lvlin varðar virðast þau vera nánast óendanleg. Vopnin í leiknum eru upp í amk lvl 50 en eru í raun óendanleg þegar tekið er tillit til þess að það er hægt að ná betri útgáfum af hverju vopni af skrímslum. Það er einnig hægt að stofna Guild í leiknum en til þess þarf að vera lvl 100 og lvl foringjans ræður hve margir geta verið í guild.

Í einu orði sagt er þessi leikur alger snilld. Ég hvet alla til að prufa hann en hann er núna í BETA og alltaf verið að bæta við serverum (komnir 5 núna). Reyndar er eitt svolítið gott við þessa servera að þú getur flakkað á milli þeirra að vild en ert ekki bundin við einn. En það hefur líka sína ókosti – t.d. ef þú ert að leita að félaga sem þú varst að spila með í gær.

Prufið þennan. Bara 65 mb að sækja. – Hann er ekki fullkominn en að mínu mati eru kostirnir miklu fleiri en gallarnir. Það er ástæða fyrir því að yfir 10 milljónir austurlandabúa spila hann !!!

Hlakka til að sjá ykkur
Anon