Tegundirnar í Star Wars Galaxies
26. júní kemur út leikurinn Star Wars Galaxies. Í kringum leikinn hefur verið stofnað íslenskt leikjafélag, Crymogaea. þeir sem hafa áhuga á að byggja upp íslenskt samfélag í leiknum geta fylgst með umræðunum og skráð sig á http://crymogaea.starwars.is/phpBB2/

Í leiknum verður hægt að velja eina af átta mögulegum tegundum, sem hægt er að vera með í leiknum.

Rodians eru fljótir og liðugir og henta vel til þess að verða Bounty Hunters og bardagamenn, eða mercenaries, Þeir gætu líka verið góðir smygglarar. Iðnaður þeirra er líka mikið byggður á því að búa til vopn, brynjur og farartæki.
Þar sem menning þeirra er mikið byggð á listum, þá eru þeir líka góðir tónlistamenn, dansarar og skemmtarar.

Trandoshans eru aftur á móti mjög sterk tegund og með mjög góða endurnýjunarhæfileika, einnig er mjög erfitt að koma á þá höggi. Þeir eru með sterkar klær, sem þeir geta nýtt í bardögum. Þeir sjá líka mjög vel í myrkri. Þeir henta vel til þess að verða Bounty Hunters, Tera Kasi Artists, Rangers, eða Soldiers. Menning þeirra byggir að mestu leiti á þeirra eigin verkfræðingum, viðskiptamönnum og bóndum.

Twi´lek eru með anga sem kallast lekku á höfðinu sem þeir geta notað til þess að tala leynimál sem enginn annar skilur. Þeir eru einnig með mismunandi liti á húðinni, allt frá hvítum og í ljós bláan, grænan og rauðan. Twi´lek konur eru þekktar fyrir að vera góðir dansarar. Þeir nota gáfur sínar og lævísi til þess að ná markmiðum sínum og leysa vandamál. Þeir geta verið góðir stjórnmálamenn og glæpaforingjar.

Bothans eru litlir og með mikinn feld í andlitinu, þeir eru útsmognir og góðir njósnarar. Einnig eru þeir þekktir sem óttalausir foringjar, góðir bardagamenn, hugrakkir flugmenn, og miklir vísindamenn. Þeir eru einnig þekktir fyrir upplýsingasöfnunarhæfileika sína og njósnanet sitt. Þeir eru einnig mjög góðir sem Scout, Mercenaries og Stjórnmálamenn.

Zabraks eru með horn og andlits húðflúr, nokkrar tegundir eru til af Zabrak og er hver með sín hornamunstur. Þeir eru sterkir, stoltir, og með mikið sjálfstraust og trúa því að ekkert sé ómögulegt. Þeir eru einu mestu könnuðirnir í geimnum. Persónuleiki, afkomuhæfileikar, og mikill viljastyrkur gerir þá að góða í hvaða ævintýrastarf sem er.

Vákar eru stórir og með mikið hár, þeir eru öflugir og þekktir fyrir vákaæði sitt og mikil virðing er borinn fyrir hve traustir þeir eru. Þeir eru hugaðir og aflmiklir bardagamenn. Þeir elska heimaplánetuna sína og hafa sterk tengsl við dýr, plöntur, og aðra hluti í náttúrulegu umhverfi sínu. Þess vegna eru þeir góðir til þess að verða Creature Handlers. Þótt að sumir sjá þá sem frumstæða, þá er þeim vel við tækni og geta auðveldlega lært að fljúga geimskipum, lagað vélar og notað flókinn vopnabúnað.

Humans, eða mennirnir eru stærsta tegundin í geimnum í leiknum. Þeir eiga auðvelt með að aðlaga sig að aðstæðum, eru forvitnir, hugmyndaríkir og metnaðargjarnir. Þeir mynda mikinn hluta Veldisins og eru líka mjög fjölbreytilegir og engir tveir eru eins. Einnig eru þeir þekktir sem mestu hetjurnar í geimnum og verstu skúrkarnir. Þeir eru þekktir fyrir að finna upp hyperspace ferðalög og að mynda fyrstu ríkisstjórnirnar, einnig fyrir að taka yfir aðra heima.

Mon Cals, auðvelt að þekkja þá af því að þeir eru með stór augu og fisklaga andlit. Þeir eru þekktir fyrir að vera rólegustu og gáfuðustu verurnar í geimnum. Þeir geta verið neðansjávar í langan tíma, eru öflugir sundmenn og sjá vel í vatni. Þeim líður vel í umhverfi sem er tengt vatni en líður illa í þurru og heitu loftslagi. Þeir eru óþreytandi könnuðir og mynda sambönd við aðrar plánetur vegna þekkingar en ekki landvinninga.
Einnig eru þeir þekktir fyrir mikla vísindaþekkingu og góða verkhæfileika. Sérstaklega eru það mikil geimskip sem þeir eru þekktir fyrir. þeir eru líka góðir í taktískum bardögum og góðir í að setja saman vopn.

þetta eru allar tegundirnar sem hægt er að vera með í leiknum og allar eru þær með sína kosti og galla.