Það er engu líkara en að MMORPG samfélagið á Huga sé dautt! Spurningin er hverju er um að kenna ? Er það kostnaður við að spila frá Íslandi sem heldur aftur af fólki að spila? Er það almennt áhugaleysi á þessari tegund leikja? Eða er fólk almennt að hvíla sig á þeim leikjum sem eru til staðar í dag til þess að verða fullir af fjöri að spila SWG eða EQ2.

Hverjar sem ástæðurnar eru, þá verður að segjast að það hryggir mitt litla hjarta að sjá að ekki er neitt að gerast á þessum síðum. Ég vil endilega biðja þá sem eru ekki dauðir úr öllum æðum að taka upp lyklaborð sín og pósta sínar skoðanir á málunum hér.

Fyrir mína parta þá spila ég Everquest og er mjög sáttur við þann leik. Ég hef líka spilað Earth & Beyond sem ég er hins vegar ekki sáttur við. Ég mun líklega ekki spila EVE þar sem ég held að hann nái aldrei þeim krítíska massa sem hann þarf auk þess sem þemað höfðar ekki til mín. Á hinn bóginn er ég spenntur fyrir að sjá hvernig SWG verður og hvort Sony tekst að skapa MMORPG þar sem spilaður tími ræður ekki úrslitum hvort þú nýtur leiksins eða ekki, sem og að sjá hvort hagkerfið mun virka í leiknum.

Þeir sem hafa dug til viðri nú líka sínar skoðanir og reynum að blása lífi í þennan kork!