Fimmtudaginn, 22. febrúar, mun sænska gæðarokkhljómsveitin Pain of Salvation
halda tónleika hér á landi, ásamt hinni íslensku Dead Sea Apple.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þessarar vönduðu hljómsveitar, er hægt að nefna
að þeir spila blöndu af nokkrum tónlistarstefnum, allt frá þungum metal til
jazz og allt þar á milli. Hljómsveitin er á leiðinni til Bandaríkjanna að
spila þar á tónlistarhátíðinni ProgPower (http://www.progpower.com) og eru
þeir hvorki meira né minna en aðalnúmer hátíðarinnar (headliner), enda hefur
hún unnið til margra verðlauna og er vel þekkt band í undirheimunum, bæði í
USA og Evrópu.

Meiri upplýsingar, ásamt heilum mp3 skrám af tónlist sveitarinnar er að
finna á heimasíðu tónleikanna, http://www.islandia.is/shogun.

Tónleikarnir verða haldnir á Kaffi Reykjavík, sem settur verður í sérstakan
rokkbúning fyrir kvöldið.

Takið því 22. febrúar frá og upplifið þessa vönduðu hljómsveit frá Svíþjóð,
mekka þungarokksins.