Hljómsveit vikunnar 30. apríl - 7. maí, Down Þið verðið að afsaka en sökum mikilla anna, bæði í skólanum sem og í einkalífinu hef ég aðeins vanrækt skyldur mínar við Hljómsveitir vikunnar og er hér alltof seint á ferð og með alltof stutta umfjöllun. Ég reyni að gera betur næst!

Allir hér með eitthvað á milli eyrnanna kannast við Pantera og söngvarann þeirra, Phil Anselmo. Phil hefur alltaf verið tónlistarlega ofvirkur og alltaf verið með puttann í skrilljón side projectum meðfram því að syngja í Pantera (vitaskuld syngur hann ekki lengur í Pantera lengur þar sem þeir eru hættir.) Eitt af betri aukaverkefnum hans er hljómsveitin Down.

Meðlimir Down komu fyrst saman árið 1995, og það sem þeir áttu sameiginlegt var að vera frá New Orleans og elska Black Sabbath. Þeir gáfu út plötuna Nola og á henni spiluðu: Anselmo, Pepper Keenan úr Corrosion Of Conformity, Kirk Windstein og Todd Strange úr Crowbar og Jimmy Bower úr EyeHateGod. Bandið var sem sagt side project hjá öllum meðlimum. Þeir komu bara saman til að djamma og skemmta sér. Plötunni var fylgt eftir með 13 tónleikum en seldist þrátt fyrir það í rúmlega 500 þúsund eintökum.

Síðan heyrðist ekkert meir í Down í langan tíma, eða þangað til í mars 2002, en þá kom út platan Down II. Þá var Rex Brown úr Pantera mættur á bassann. Platan var tekin upp í gamalli hlöðu sem heitir Nosdferatu's Lair á búgarðinum sem Anselmo á, sem hann hefur innréttað sem stúdíó. Á neðri hæðinni er fullkomið stúdíó og á efri hæðinni er hægt að slaka á og bara búa almennt. Þar lokaði bandið sig inn í 27 daga ef mig misminnir ekki, með nóg af alkahóli, sígarettum og öðrum ónefndum efnum… og bjuggu til frábæra plötu.

Ég veit ekki alveg hvernig ég get líst Down, þeir eru bara fucking snillingar! Anselmo gírar sig svoldið niður og syngur meira en hann er vanur, og röddin er alveg ótrúlega góð eftir öll þessi ár af öskrum, viskídrykkju og reykingum. Það er svona svoldið grúví fílingur yfir þessu öllu saman. Svona southern-sludge-heavy-swamp metall einhver ;) Lögin eru margskonar, bæði góð keyrsla og róleg heit inná milli. Ég vil eiginlega ekki gera upp á milli diskanna. Ég eignaðist þá á sama tíma og heillaðist strax af Down II, og setti Nola hreinlega ekkert í! Svo setti ég Nola í svona hálfu ári seinna þegar ég var búinn að hlusta á Down II svona skrilljón sinnum… Tær snilld vægast sagt. Eitthvað sem allir alvöru rokkarar ættu að kynna sér og ég vona að Down komi saman amk einu sinni enn til að semja eina plötu í viðbót.

Ps. ég biðst afsökunar á þessu metnaðarleysi og lélegri grein, lofa að gera betur næst!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _