Hljómsveit vikunnar 9. - 16. apríl  Machine Head Ég reikna passlega með því að Hjalti muni einbeita sér meir að black og death metal og þess háttar böndum, og þess vegna ætla ég að reyna að koma með bönd sem eru aðeins nær yfirborðinu, og mér fannst tilvalið að byrja á Machine Head.

Machine Head var stofnuð í Oakland árið 1992 af Rob Flynn (söngur og gítar), Logan Madder (gítar), Adam Duce (bassi) og Tony Costanza (trommur). Síðan þá hefur verið skipt um trommara nokkrum sinnum og fyrir nýjustu plötuna var líka skipt um gítarleikara, en hann er núna Phil Demmel, sem er gamall kunningi Flynn. Trommuleikari sveitarinnar í dag er Dave Maclain (síðan ‘96). Stefna sveitarinnar hefur verið skilgreind sem alternative metall, ekki alveg thrash en samt svona næstum ;) Machine Head eru oft taldir einna þyngsta sveitin sem spratt uppúr þessari stefnu og má það sennilega að miklu leyti rekja til söngvarans og Rob Flynn sem á sínar rætur að rekja til thrash senunnar í Bay Arena.

Fyrsta plata sveitarinnar kom svo út árið ’94 og heitir hún Burn My Eyes. Hún varð fljótt mest selda plata sem út hefur komið undir merkjum Road Runner útgáfufyrirtækisins. Feikna hress plata þar á ferð sem hlaut mikið lof bæði gagnrýnenda og aðdáenda. Í kjölfarið fengu Machine Head svo að hita upp fyrir Slayer í Evrópu og Ameríkutúr þeirra ‘95.

Árið ’97 kom svo önnur hress plata. The more things came, og árið '99 kom svo út mín uppáhaldsplata með Machine Head, The Burning Red. Mörgum aðdáendum Machine Head fannst hún þó of tilraunakennd og hún gekk ekki eins vel í gagnrýnendur og fyrri plötur þeirra. Supercharger kom svo út árið 2001 og hlaut hreint út sagt slæmar viðtökur. Það hjálpaði heldur ekki að hún kom í verslanir í október 2001 og fyrsti síngullinn kom út í vikunni fyrir 11. september slysið og hét hann Crashing Around you… Til að bæta gráu ofan á svart sýndi myndbandið hljómsveitina spila með San Francisco í ljósum logum. Eftir 11. september fóru bæði lagið og myndbandið úr spilun og platan var sama og dauðadæmd.

Eftir þessar hörmungar allar ákváðu meðlimir sveitarinnar að segja skilið við þennan kafla í sögu sveitarinnar og búa til plötu sem myndu fullnægja þeim tónlistarlega séð. Þeir gerðu það og gáfu út árið 2003 plötuna Through the Ashes of Empires. Hún hefur hlotið frábæra dóma og í Metal Hammer stóð t.a.m. þetta: “The best album from Machine Head since Burn my Eyes? Definitely! The best album of their career? Possibly. This is inspirational metal.” Í kjölfarið fylgdi svo túr um Evrópu sem var sold out allsstaðar.

Machine Head eru komnir aftur á beinu brautina.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _