Ég er forvitin að vita, hvort það séu einhverjir hér sem hafa eitthvað hlustað á eina hljómsveit sem heitir Queensrÿche? Ef svo er, hvernig finnst ykkur hún?
Ég hef ekki hlustað mikið á þá sjálf, á einn “greatest hits” disk með þeim, en finnst þeir nokkuð góðir og langar að heyra meira við tækifæri.
Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta bandarísk hljómsveit (frá Seattle), sem var stofnuð e-n tímann snemma á 9. áratugnum. Þetta er svona rokk í þyngri kantinum, með “progressive” ívafi. Söngvarinn heitir Geoff Tate og hefur svona “óperuvíbrató”-rödd a la Bruce Dickinson (bara hvellari). Hann syngur reyndar mjög vel (og er ekkert ómyndarlegur heldur, he he)…
Það var ein netvinkona mín í Bandaríkjunum sem kynnti mig fyrir Queensrÿche (ég hafði reyndar þekkt bara nafnið í mörg ár), en hún er einlægur aðdáandi (og Iron Maiden aðdáandi líka). Að hennar sögn er besta plata þeirra Operation Mindcrime; hún vill endilega að ég prófi að hlusta á hana, og það er á dagskrá.
Any comments? ;D