Hefur einhver heyrt eitthvað í þessum tveimur böndum? Ég er nefnilega að fara að panta diska að utan (miklu ódýrara) og ætla að panta nokkra í einu, jafnvel eitthvað með þessum böndum. Hef heyrt ekkert nema gott af Superjoint Ritual en ekki eins gott af Viking Crown…

Viking Crown er (eins og kannski flestir hér vita), Black metal bandið hans Phil Anselmo. Það ku víst ekkert vera of gott og platan þeirra fékk m.a. þessa dóma: (þýtt úr enskum dómi) „Platan hljómar eins og hún hafi verið tekin upp í sprengjuskýli, í gengnum síma sem var látinn síga niður loftræstinguna. Gítarinn hljómar eins og suð í flugu sem er föst inní mjólkurflösku og trommurnar eins og barið sé í fötu fulla af vatni með hamri. Bassaleikarinn virðist hafa átt náðugan dag þar sem nánast ekkert ber á bassanum…"

Eitthvað vit í þessu?<br><br>_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Everytime I Think I've Hit The Bottom, Someone Throws Me A Shovel
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _